Erlent

Forseti Sýrlands útilokar pólitískar viðræður

Bashar al-Assad.
Bashar al-Assad.
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði á fundi með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki hægt að eiga í pólitískum samskiptum í Sýrlandi á meðan vopnaðir hryðjuverkahópar væri virkir. Þarna vísar hann til vopnaðra andspyrnu í Sýrlandi sem hefur reynt að koma al-Assad frá völdum.

Markmið Kofi Annan var að fá stríðandi fylkingar í Sýrlandi til þess að fallast á vopnahlé. Viðhorf al-Assad á fundinum, sem einkenndist af vinalegu andrúmslofti, gefur ekki ástæðu til bjartsýni.

Sameinuðu þjóðirnar telja að 7500 manns hafi látist í átökum í landinu síðastliðna mánuði en Sýrland er á barmi borgarastyrjaldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×