Tíu frábærar mínútur dugðu til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Róbert Gunnarsson átti frábæran leik og bætti heldur betur fyrir frammistöðuna á móti Króatíu. Mynd/Vilhelm Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram. Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram.
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira