Lífið

Greindist með MS

Jack Osbourne ætlar að takast á við MS-sjúkdóminn og fara vel með sig. Hér er ásamt unnustu sinni, Lisu Stelly. Nordicphotos/getty
Jack Osbourne ætlar að takast á við MS-sjúkdóminn og fara vel með sig. Hér er ásamt unnustu sinni, Lisu Stelly. Nordicphotos/getty
Jack Osbourne greindist með sjúkdóminn MS fyrr í þessum mánuði. Frá þessu segir yngsti sonur Osbourne-fjölskyldunnar í viðtali við breska blaðið Hello. Osbourne, sem er þekktur fyrir þátttöku sína í Osbourne-raunveruleikaþáttunum og sem þáttastjórnandi vestanhafs, segir að það hafi verið erfitt að takast á við sjúkdómsgreininguna.

„Á meðan ég beið eftir svari frá lækninum mínum varð ég mjög reiður. Svo varð ég leiður. En ég áttaði mig á að reiði og leiðindi gera illa verra. Nú einbeiti ég mér að því að aðlagast breyttum aðstæðum og fara vel með mig,“ segir Osbourne en sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar hann fór að missa sjón á öðru auganu og fór til læknis.

Foreldrar Jacks, þau Sharon og Ozzy Osbourne, koma líka fram í viðtalinu og segja að þeim hafi brugðið mjög við fréttirnar. „Ég fór að hugsa hvort ég hafi drukkið eitthvað eða borðað vitlaust á meðgöngunni því innst inni kennur maður sjálfum sé um,“ segir Sharon. Jack er nýbakaður faðir en hann og unnusta hans Lisa Stelly eignuðust dóttur í lok apríl á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.