Lífið

Hringir bjöllunni í Reykjavík

Ásgeir og félagar hjá Ísbílnum hringja bjöllunni sinni alls staðar sem þeir koma, en slagorð Ísbílsins er „Þú þekkir mig á bjöllunni“.
Ásgeir og félagar hjá Ísbílnum hringja bjöllunni sinni alls staðar sem þeir koma, en slagorð Ísbílsins er „Þú þekkir mig á bjöllunni“.
„Það geta allir fengið ís hjá okkur og það þarf aldrei að skilja neinn útundan þó hann sé með ofnæmi eða neitt svoleiðis. Við erum með eitthvað fyrir alla,“ segir Ásgeir Baldursson, eigandi fyrirtækisins Ísbílsins.

Nú í maí varð stór breyting á rekstri Ísbílsins þegar ákveðið var að byrja að hringja bjöllunni á höfuðborgarsvæðinu líka, en hingað til hafa ísbílarnir aðeins keyrt um úti á landi. „Við erum búin að setja upp tuttugu leiðir í Reykjavík og nágrenni, en þær enda örugglega á að verða um 100 árið 2015 þegar við stefnum á að vera komin með ferðir um allt svæðið,“ segir Ásgeir og bætir við að bensínkostnaður spili tvímælalaust stórt hlutverk í rekstri sem þessum, en að með töluverðri hagræðingu hafi þó náðst að halda ísnum á sama verði frá árinu 2010. Ísbíllinn hefur verið á ferðinni frá árinu 1994 og nú eru alls átta ísbílar á landinu sem keyra eftir áætlun og eru á hverjum stað á tveggja vikna fresti. „Í upphafi fóru bílarnir bara um sumarhúsahverfin og minni bæi landsins en núna erum við farnir að keyra um allt land, á öll pláss og í allar sveitir. Ég hugsa að ég hafi farið á hvern einasta sveitabæ á landinu og í öll þorp,“ segir Ásgeir.

Í Ísbílunum er líklega að finna mesta úrval landsins af frosnum íspinnum, en þar eru seldar 43 mismunandi tegundir og til dæmis hægt að fá sjö mismunandi tegundir sem eru framleiddar í algjörlega hnetufríu umhverfi. „Við erum með ís frá Emmessís, Kjörís, Beint frá bónda og að norðan og gerum okkar besta til að þjónusta alla kúnnahópa eins vel og möguleiki er á,“ segir Ásgeir að lokum.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.