Lífið

Feiminn á tökustað

Robert Pattinson segist feiminn þegar hann þarf að leika í kynlífssenu. Nordicphotos/getty
Robert Pattinson segist feiminn þegar hann þarf að leika í kynlífssenu. Nordicphotos/getty
Leikarinn Robert Pattinson kveðst feiminn þegar hann þarf að leika í kynlífssenum í kvikmyndum. Hann segir vandræðagang oft fylgja slíkum tökum og að hann viti sjaldnast hvað hann eigi að segja við mótleikkonur sínar að þeim loknum.

„Slíkar senur eru ávallt erfiðar. Juliette Binoche er ein af mínum uppáhaldsleikkonum og fimm mínútum eftir að hafa hitt hana í fyrsta sinn áttum við að leika í kynlífssenu. Leikstjórinn sagði einfaldlega; „Gerið það bara“, en mér fannst þetta mjög vandræðalegt. Ég þurfti einnig að leika á móti Patriciu McKenzie í einni slíkri senu og hún hafði varla yrt á mig fram að því, ég hélt að hún þoldi mig einfaldlega ekki,“ sagði leikarinn í viðtali við breska GQ.

Pattinson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Cosmopolis í leikstjórn Davids Cronenberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.