„Þetta eru heitustu fitness drottningarnar í heiminum í dag. Ég stend við það," segir Hjalti Úrsus, framkvæmdastjóri Fitness Expo, sem fer fram 10.-11. nóvember í íþróttamiðstöðinni á Varmá í Mosfellsbæ. Expo er bæði vörusýning og auk þess hafa einhverjir af helstu vaxtaræktarfrömuðum heims gjarna sótt mótin og sagt gestum hvernig best er að takast á við lóðin.
„Við verðum með crossfit og aflraunir og svo koma þessir heimsþekktu einstaklingar og gefa góð ráð," segir Hjalti. „Þannig að þetta verður svona Woodstock of weight lifting. Þetta er bara Woodstock fyrir þá sem eru að taka á því."

Hjalti telur að Larissa sé sú besta í fitnessheiminum í dag. Ingrid leikur hins vegar vampíru í fjórðu seríunni af True Blood sem nú er verið að sýna á Stöð 2 sem Hjalti telur til þess fallið að auka enn áhugann á tvíeykinu þegar þær koma til landsins.
Á hlekknum hér að ofan má sjá stúlkurnar taka á því í líkamsræktarstöð.