Evran er eini valkosturinn 18. september 2012 04:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði ritið hafa leitt í ljós að það væru bara slæmir kostir í gjaldmiðlamálum. Þeir væru hins vegar mismunandi slæmir. fréttablaðið/Valli Seðlabankinn telur að upptaka evru með aðild að ESB sé eini valkosturinn við krónu. Vextir yrðu lægri og betri rammi utan um hagstjórn en sveiflujöfnunartæki glatast. Kreppan á evrusvæðinu líka vandamál. Eini raunhæfi valkosturinn við íslensku krónuna að mati Seðlabanka Íslands er upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta kemur fram í sérriti bankans um valkosti Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum sem kynnt var í gær. Í ritinu kemur fram að rúmlega fjörutíu prósent af vöruviðskiptum og tæplega þrjátíu prósent af þjónustuviðskiptum Íslands séu í evrum. Þá sé um helmingur skulda þjóðarbúsins í þeim gjaldmiðli líka. Þar segir enn fremur að ávinningur Íslands af upptöku evru sé meðal annars sá að milliríkjaviðskipti gætu aukist sem myndi leiða til hærri þjóðartekna á mann. Rannsóknir Seðlabankans bendi til þess að „myntbandalagið muni örva viðskipti við bandalagið án þess að það dragi úr viðskiptum við önnur ríki“. Aðgangur að stórum fjármagnsmarkaði án gengisáhættu myndi opnast sem leiði til lægri vaxta. Í ritinu segir að það myndi „auðvelda áhættudreifingu innlendra aðila. Til viðbótar eykst framboð fjármálaafurða og samkeppni í fjármálaþjónustu sem lækkar fjármagnskostnað“. Þá er stærðarhagkvæmni evrusvæðisins talin kostur. Við aðild að því myndu neytendur enda geta notað sama gjaldmiðil og heima fyrir sem yki verðsamanburð og samkeppni. Þá yrði auðveldara fyrir innlend fyrirtæki að hasla sér völl á stærri mörkuðum. Það er líka talinn kostur að aðild að evrusvæðinu feli í sér að „áhætta í bankastarfsemi yfir landamæri minnkar þar sem hún verður að stærri hluta í heimamynt og ECB [Seðlabanki Evrópu] sér um lausafjárfyrirgreiðslu til bankakerfisins“. Þá myndi skapast rammi utan um hagstjórn landsins vegna kvaða sem settar eru í stefnu ESB um ríkisfjármál og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna á móti agaleysi í hagstjórn. Í ritinu er einnig gerð grein fyrir því að aðild að evrusvæðinu fylgi líka áhætta fyrir Ísland. „Ekki yrði lengur hægt að beita sjálfstæðri peningastefnu og sveigjanlegu gengi til að draga úr áhrifum áfalla og hraða aðlögun þjóðarbúsins að breyttum þjóðartekjum.“ Ísland væri því að gefa frá sér tæki til að bregðast við sérstökum áföllum sem verða í hagkerfi landsins. Stærri hluti efnahagsbata eftir áföll þyrfti því að eiga sér stað með því að atvinna og framleiðsla aðlagist nýjum veruleika. Hinn stóri gallinn sem Seðlabankinn sér við aðild að evrusvæðinu er sú kreppa sem þar ríkir um þessar mundir og þeir hönnunargallar í regluverki þess sem hún á að hluta rætur í. Í ritinu segir að það sé „því áhættusamt fyrir Ísland að gerast aðili að evrusvæðinu áður en sést hvernig úr rætist, þ.e. hvort evrusvæðið verður verri eða álitlegri kostur þegar upp verður staðið“. Már Guðmundsson seðlabankastjóri lagði samt mikla áherslu á að sú kreppa væri banka- og ríkisskuldakreppa en ekki gjaldeyriskreppa. Evran sem gjaldmiðill væri í dag sterkari en í upphafi og hefði því ekki tapað verðgildi. Þá hefði ekkert ríki sem er með hana sem gjaldmiðil þurft að setja upp höft, greiðslumiðlunarkerfin hefðu alls staðar virkað og verðbólga verið tiltölulega lág. thordur@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Seðlabankinn telur að upptaka evru með aðild að ESB sé eini valkosturinn við krónu. Vextir yrðu lægri og betri rammi utan um hagstjórn en sveiflujöfnunartæki glatast. Kreppan á evrusvæðinu líka vandamál. Eini raunhæfi valkosturinn við íslensku krónuna að mati Seðlabanka Íslands er upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta kemur fram í sérriti bankans um valkosti Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum sem kynnt var í gær. Í ritinu kemur fram að rúmlega fjörutíu prósent af vöruviðskiptum og tæplega þrjátíu prósent af þjónustuviðskiptum Íslands séu í evrum. Þá sé um helmingur skulda þjóðarbúsins í þeim gjaldmiðli líka. Þar segir enn fremur að ávinningur Íslands af upptöku evru sé meðal annars sá að milliríkjaviðskipti gætu aukist sem myndi leiða til hærri þjóðartekna á mann. Rannsóknir Seðlabankans bendi til þess að „myntbandalagið muni örva viðskipti við bandalagið án þess að það dragi úr viðskiptum við önnur ríki“. Aðgangur að stórum fjármagnsmarkaði án gengisáhættu myndi opnast sem leiði til lægri vaxta. Í ritinu segir að það myndi „auðvelda áhættudreifingu innlendra aðila. Til viðbótar eykst framboð fjármálaafurða og samkeppni í fjármálaþjónustu sem lækkar fjármagnskostnað“. Þá er stærðarhagkvæmni evrusvæðisins talin kostur. Við aðild að því myndu neytendur enda geta notað sama gjaldmiðil og heima fyrir sem yki verðsamanburð og samkeppni. Þá yrði auðveldara fyrir innlend fyrirtæki að hasla sér völl á stærri mörkuðum. Það er líka talinn kostur að aðild að evrusvæðinu feli í sér að „áhætta í bankastarfsemi yfir landamæri minnkar þar sem hún verður að stærri hluta í heimamynt og ECB [Seðlabanki Evrópu] sér um lausafjárfyrirgreiðslu til bankakerfisins“. Þá myndi skapast rammi utan um hagstjórn landsins vegna kvaða sem settar eru í stefnu ESB um ríkisfjármál og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna á móti agaleysi í hagstjórn. Í ritinu er einnig gerð grein fyrir því að aðild að evrusvæðinu fylgi líka áhætta fyrir Ísland. „Ekki yrði lengur hægt að beita sjálfstæðri peningastefnu og sveigjanlegu gengi til að draga úr áhrifum áfalla og hraða aðlögun þjóðarbúsins að breyttum þjóðartekjum.“ Ísland væri því að gefa frá sér tæki til að bregðast við sérstökum áföllum sem verða í hagkerfi landsins. Stærri hluti efnahagsbata eftir áföll þyrfti því að eiga sér stað með því að atvinna og framleiðsla aðlagist nýjum veruleika. Hinn stóri gallinn sem Seðlabankinn sér við aðild að evrusvæðinu er sú kreppa sem þar ríkir um þessar mundir og þeir hönnunargallar í regluverki þess sem hún á að hluta rætur í. Í ritinu segir að það sé „því áhættusamt fyrir Ísland að gerast aðili að evrusvæðinu áður en sést hvernig úr rætist, þ.e. hvort evrusvæðið verður verri eða álitlegri kostur þegar upp verður staðið“. Már Guðmundsson seðlabankastjóri lagði samt mikla áherslu á að sú kreppa væri banka- og ríkisskuldakreppa en ekki gjaldeyriskreppa. Evran sem gjaldmiðill væri í dag sterkari en í upphafi og hefði því ekki tapað verðgildi. Þá hefði ekkert ríki sem er með hana sem gjaldmiðil þurft að setja upp höft, greiðslumiðlunarkerfin hefðu alls staðar virkað og verðbólga verið tiltölulega lág. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira