Erlent

Nauðgað á skipi drottningar

Brotið átti sér stað um borð í snekkju drottningar á meðan á opinberri heimsókn til Grænlands stóð.
Brotið átti sér stað um borð í snekkju drottningar á meðan á opinberri heimsókn til Grænlands stóð.
Tveir sjóliðar af dönsku drottningarsnekkjunni Dannebrog voru í gær dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, fyrir rétti í Nuuk.

Þeir eru á þrítugsaldri og eru sakfelldir fyrir að hafa nauðgað grænlenskri konu um borð í snekkjunni þegar hún lá við höfn í Nuuk í júlí síðastliðnum, á meðan á heimsókn Margrétar Þórhildar drottningar stóð.

Vefmiðillinn Sermitsiaq.ag segir frá, en þar kemur jafnframt fram að þeir hafi verið dæmdir til skaðabótagreiðslu að upphæð 70 þúsund danskar krónur.

Mennirnir áfrýjuðu báðir dómum sínum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×