Erlent

Mexíkósk kona laug að hún gengi með níbura

Það var greint frá því í öllum helstu fjölmiðlum heims á fimmtudaginn að kona í Mexíkó ætti von á níburum. Þannig var greint frá því bæði á fréttavef okkar Vísi sem á RÚV og fleiri íslenskum fjölmiðlum að konan hefði gengist undir tæknifrjóvgun og ávöxturinn væru níu börn, sex stúlkur og þrír drengir.

Konan var síðar nafngreind í mexíkóskum fjölmiðlum en við nánari athugun kom í ljós að ekki væri allt með felldu.

Reuters greinir nú frá því að konan hafi verið ljúga, hún væri ekki einu sinni ólétt samkvæmt athugun lækna í Mexíkó.

Ekki er vitað hvað konunni gekk til með sögu sinni, sem fór eins og eldur um sinu um alla heimsbyggðina, enda hefur engin kona átt níbura áður. Konan á engu að síður þrjú börn fyrir, eins og greint var frá í fréttum fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×