Erlent

Skutu táragasi á mótmælendur í Malasíu

Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. Mynd AP
Lögreglan í Malasíu skutu táragasi á mótmælendur og handtóku á þriðja hundrað manns eftir að tugir þúsunda mótmælenda komu saman í borginni Kuala Lumpur í dag. Mótmælin eru tilkomin vegna kosninga þar í landi sem verða í júní, en mótmælendur krefjast sanngjarna og frjálsra kosninga. Flokkur forsætisráðherra landsins, Najib Razak, hefur haldið um stjórnartaumana í landinu í nærri 55 ár.

Mótmælin fóru friðsamlega af stað en þegar fámennur hópur ætlaði inn fyrir varnarlínu lögreglunnar, sem var vörðuð með gaddavír, brást lögreglan við með því að skjóta táragsi á fjöldann.

Sjálf segir lögreglan að 20 lögreglumenn og þrír mótmælendur hafi slasast í átökunum. Yfirvöldum og fjölmiðlum kemur ekki saman um það hversu margir tóku þátt í mótmælunum. Þannig segja yfirvöld að þar hafi verið 25 þúsund manns. Fjölmiðlar þar í landi halda því hinsvegar fram að mótmælendur hafi verið hátt í hundrað þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×