Verjandi í stóra ofbeldismálinu fékk sér lúr í vinnunni 23. nóvember 2012 16:29 Vinnufélagar Vilhjálms Vilhjálmssonar, verjanda Smára Valgeirssonar í stóra ofbeldismálinu, komu honum á óvart í morgun og höfðu búið um að skrifborðinu hans þegar hann mætti til vinnu. Það vakti athygli viðstaddra í gær þegar hann dottaði í réttarsal í gær, á fjórða degi réttarhaldanna. „Þetta beið mín þegar ég mætti til starfa í morgun, þá voru samstarfsmenn mínir búnir að búa svona fallega um skrifborðið mitt," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að rekja megi þessa ákvörðun vinnufélaganna til atviksins í dómsalnum í gær. „Já ég ákvað að verða við þessari áskorun og fá mér smá blund á borðinu. Staflinn á skrifborðinu minnkaði ekki við þessa viku fjarveru en engu að síður náði ég fimm mínútum á skrifborðinu þgar ég mætti í morgun," segir hann. Varðandi atvikið í réttarsalnum í gær segist Vilhjálmur hafa verið búinn að ljúka sínu hlutverki. „Ég var búinn að flytja málflutningsræðuna og við tóku ræður verjenda meðákærðu. Ég lokaði augunum og ætlaði bara að loka þeim í fimm sekúndur og ég vaknaði við eigin hrotur og þá heyri ég dómarann biðja sessunaut minn um að pikka í mig," segir Vilhjálmur. Þá auðvitað hafi hann ekki getað annað en að lýsa því yfir að hann væri vakandi, þó hann hefði dottað í nokkrar sekúndur. „En þetta er ekki ósvipað og góður senter sem er búinn að fá heiðursskiptingu. Hann er kominn út af vellinum og reimar af sér skóna og tekur af sér legghlífarnar," segir hann. Hlutverki sínu hafi verið lokið og hann ekki tekið aftur til máls. Tengdar fréttir Verjandi sofnaði í dómssal Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 22. nóvember 2012 16:20 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Vinnufélagar Vilhjálms Vilhjálmssonar, verjanda Smára Valgeirssonar í stóra ofbeldismálinu, komu honum á óvart í morgun og höfðu búið um að skrifborðinu hans þegar hann mætti til vinnu. Það vakti athygli viðstaddra í gær þegar hann dottaði í réttarsal í gær, á fjórða degi réttarhaldanna. „Þetta beið mín þegar ég mætti til starfa í morgun, þá voru samstarfsmenn mínir búnir að búa svona fallega um skrifborðið mitt," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að rekja megi þessa ákvörðun vinnufélaganna til atviksins í dómsalnum í gær. „Já ég ákvað að verða við þessari áskorun og fá mér smá blund á borðinu. Staflinn á skrifborðinu minnkaði ekki við þessa viku fjarveru en engu að síður náði ég fimm mínútum á skrifborðinu þgar ég mætti í morgun," segir hann. Varðandi atvikið í réttarsalnum í gær segist Vilhjálmur hafa verið búinn að ljúka sínu hlutverki. „Ég var búinn að flytja málflutningsræðuna og við tóku ræður verjenda meðákærðu. Ég lokaði augunum og ætlaði bara að loka þeim í fimm sekúndur og ég vaknaði við eigin hrotur og þá heyri ég dómarann biðja sessunaut minn um að pikka í mig," segir Vilhjálmur. Þá auðvitað hafi hann ekki getað annað en að lýsa því yfir að hann væri vakandi, þó hann hefði dottað í nokkrar sekúndur. „En þetta er ekki ósvipað og góður senter sem er búinn að fá heiðursskiptingu. Hann er kominn út af vellinum og reimar af sér skóna og tekur af sér legghlífarnar," segir hann. Hlutverki sínu hafi verið lokið og hann ekki tekið aftur til máls.
Tengdar fréttir Verjandi sofnaði í dómssal Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 22. nóvember 2012 16:20 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Verjandi sofnaði í dómssal Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 22. nóvember 2012 16:20