Til í hvað sem er með Baltasar Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. janúar 2012 11:00 Ánægður með samstarfið Mark Wahlberg er gríðarlega ánægður með samstarfið við Baltasar Kormák og vill gera nýja kvikmynd með honum sem fyrst. Contraband, kvikmynd Baltasars Kormáks, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Leikarinn og framleiðandinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni og er virkilega ánægður með samstarfið við Baltasar. „Baltasar lofaði að bjóða mér til Íslands, en ég hef ekki ennþá fundið tíma. Mig langar mikið til að heimsækja landið,“ segir leikarinn, framleiðandinn og fyrrverandi rapparinn Mark Wahlberg. Wahlberg er mikill Hollywood-harðjaxl og símanærveran rímar við það; hann hlær ekki (enda reyndi ég ekki að vera fyndinn) og skilar orðunum frá sér skýrt og skorinort. Hann er raunar svo mikill harðjaxl að hann segir í nýju viðtali að hann hefði gripið í taumana áður en önnur flugvélin hafnaði á háhýsi í New York 11. september 2001. Bara ef hann hefði verið um borð í vélinni (hann átti bókaðan miða, en forfallaðist). Hann hefur reyndar beðist afsökunar á þeim ummælum. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í Contraband, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann var staddur í New Orleans í Bandaríkjunum þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. Þar er hann að framleiða og leika í kvikmyndinni Broken City ásamt velsku þokkadísinni Catherine Zeta-Jones og ástralska þumbanum Russell Crowe. Þú hefur unnið með heimsfrægum leikstjórum á borð við Martin Scorsese og Paul Thomas Anderson, hvernig var að leika undir stjórn leikstjóra frá eyju sem fæstir vita að sé til? „Ég naut þess. Baltasar er svo hæfileikaríkur leikstjóri og hæfileikaríkur leikari. Hann stóð sig stórkostlega og sá til þess að allir leikararnir gerðu sitt besta. Þá hvatti hann alla til að prófa nýja hluti með frábærum árangri. Málið með Baltasar er að hann er ekki vanur að vinna með jafn stórar upphæðir og tíðkast í Hollywood. Þess vegna er hann ekki hræddur við að óhreinka á sér hendurnar og ganga í öll verk, stór og smá. Þess vegna vonast ég til að gera aðra mynd með Baltasar sem fyrst.“ Vá, þessi náungi er hæfileikaríkurContraband er endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam, eftir Óskar Jónasson. Baltasar Kormákur lék aðalhlutverkið í henni og Mark Wahlberg tók svo við keflinu af honum og lék sömu persónu í Contraband. Wahlberg fékk sent eintak af Reykjavík Rotterdam í gegnum umboðsskrifstofuna William Morris/Endeavour, skömmu eftir að skrifstofan gerði samning við Baltasar. „Þau bjuggust við að ég kynni að meta myndina. Ég horfði á hana og fannst hún algjörlega frábær og hugsaði með mér: „Vá, þessi náungi er mjög hæfileikaríkur. Bæði fyrir framan og aftan linsuna.“ Eftir það horfði ég á allar myndirnar hans Baltasars. Það sem ég elskaði við Reykjavík Rotterdam er hvernig aðalkarakterinn er jafn klár og hann er harður. Þá fundu þeir fundu mjög ferska leið til að gera hasarmynd.“ En urðu engir menningarárekstrar þegar Hollywood mætti norðrinu? „Ég óttaðist að það yrðu einhvers konar tungumálaörðugleikar, en strax á fyrsta degi sá ég að hann var með hlutina á hreinu og var handviss um að samstarfið yrði gott. Við unnum líka saman í leikaravalinu, vegna þess að ég var að framleiða, og það gekk mjög vel. Ég hafði strax mikla trú á honum.“ Höfðu trú á ContrabandContraband var frumsýnd hér heima á föstudag, en úti í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Myndin fór beint á topp aðsóknarlistans vestanhafs og þegar þetta er skrifað er hún komin langleiðina með að borga upp rúmlega 40 milljón dala framleiðslukostnaðinn. Ekki slæmt á tæpum tveimur vikum. En bjóst Wahlberg við þessum árangri? „Við vorum að vona að myndin næði toppnum, enda höfðum við mikla trú á henni. Við gerðum okkar besta við að kynna myndina og Universal stóð sig líka vel í því. En þegar öllu er á botninn hvolft er ástæðan fyrir velgengni myndarinnar sú að fólk sá stikluna og sjónvarpsauglýsingarnar. Þær vöktu áhuga fólks. Þannig ákveð ég líka hvort ég ætli að sjá mynd – áhugavert brot úr kvikmynd er það sem fær mig til að fara út og kaupa miða.“ Nú horfa menn í aurinn í Hollywood, þannig að þegar menn ná myndum á toppinn hlýtur það að vekja athygli. Hvernig myndirðu ráðleggja Baltasar að vinna úr stöðunni sem er komin upp? „Hann verður að sjálfsögðu að velja næstu verkefni vel. Hann er mjög klár og þarf finna verkefni sem mun vekja viðbrögð áhorfenda.“ Gera aðra mynd samanSamstarf þitt og Baltasars virðist hafa gengið mjög vel, þið talið allavega afar fallega hvor um annan og eruð búnir að ákveða að vinna saman á ný, ekki satt? „Já, við vonumst til að gera aðra mynd í byrjun sumars. Myndin heitir 2 Guns og við vorum að gera nýjum leikara tilboð um hlutverk og bíðum átekta. Ef hann samþykkir ættum við að geta hafist handa í maí eða júní. En ég myndi gera hvað sem er með Baltasar, hann er svo hæfileikaríkur náungi og þægilegur í samstarfi. Við erum mjög líkir að því leyti að vinnan er í forgangi. Ég er mikill aðdáandi hans.“ Það hefur verið talsvert slúðrað um frekara samstarf ykkar í vefmiðlum, meðal annars um að þú viljir að Baltasar leikstýri mynd sem yrði undanfari The Fighter, er eitthvað til í því? „Ég veit það ekki, enda erum við ennþá að bíða eftir handritinu. Hún yrði augljóslega afar frábrugðin upprunalegu myndinni, en þetta kemur síðar í ljós. Við finnum út úr þessu.“ Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Sjá meira
Contraband, kvikmynd Baltasars Kormáks, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Leikarinn og framleiðandinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni og er virkilega ánægður með samstarfið við Baltasar. „Baltasar lofaði að bjóða mér til Íslands, en ég hef ekki ennþá fundið tíma. Mig langar mikið til að heimsækja landið,“ segir leikarinn, framleiðandinn og fyrrverandi rapparinn Mark Wahlberg. Wahlberg er mikill Hollywood-harðjaxl og símanærveran rímar við það; hann hlær ekki (enda reyndi ég ekki að vera fyndinn) og skilar orðunum frá sér skýrt og skorinort. Hann er raunar svo mikill harðjaxl að hann segir í nýju viðtali að hann hefði gripið í taumana áður en önnur flugvélin hafnaði á háhýsi í New York 11. september 2001. Bara ef hann hefði verið um borð í vélinni (hann átti bókaðan miða, en forfallaðist). Hann hefur reyndar beðist afsökunar á þeim ummælum. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í Contraband, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann var staddur í New Orleans í Bandaríkjunum þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. Þar er hann að framleiða og leika í kvikmyndinni Broken City ásamt velsku þokkadísinni Catherine Zeta-Jones og ástralska þumbanum Russell Crowe. Þú hefur unnið með heimsfrægum leikstjórum á borð við Martin Scorsese og Paul Thomas Anderson, hvernig var að leika undir stjórn leikstjóra frá eyju sem fæstir vita að sé til? „Ég naut þess. Baltasar er svo hæfileikaríkur leikstjóri og hæfileikaríkur leikari. Hann stóð sig stórkostlega og sá til þess að allir leikararnir gerðu sitt besta. Þá hvatti hann alla til að prófa nýja hluti með frábærum árangri. Málið með Baltasar er að hann er ekki vanur að vinna með jafn stórar upphæðir og tíðkast í Hollywood. Þess vegna er hann ekki hræddur við að óhreinka á sér hendurnar og ganga í öll verk, stór og smá. Þess vegna vonast ég til að gera aðra mynd með Baltasar sem fyrst.“ Vá, þessi náungi er hæfileikaríkurContraband er endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam, eftir Óskar Jónasson. Baltasar Kormákur lék aðalhlutverkið í henni og Mark Wahlberg tók svo við keflinu af honum og lék sömu persónu í Contraband. Wahlberg fékk sent eintak af Reykjavík Rotterdam í gegnum umboðsskrifstofuna William Morris/Endeavour, skömmu eftir að skrifstofan gerði samning við Baltasar. „Þau bjuggust við að ég kynni að meta myndina. Ég horfði á hana og fannst hún algjörlega frábær og hugsaði með mér: „Vá, þessi náungi er mjög hæfileikaríkur. Bæði fyrir framan og aftan linsuna.“ Eftir það horfði ég á allar myndirnar hans Baltasars. Það sem ég elskaði við Reykjavík Rotterdam er hvernig aðalkarakterinn er jafn klár og hann er harður. Þá fundu þeir fundu mjög ferska leið til að gera hasarmynd.“ En urðu engir menningarárekstrar þegar Hollywood mætti norðrinu? „Ég óttaðist að það yrðu einhvers konar tungumálaörðugleikar, en strax á fyrsta degi sá ég að hann var með hlutina á hreinu og var handviss um að samstarfið yrði gott. Við unnum líka saman í leikaravalinu, vegna þess að ég var að framleiða, og það gekk mjög vel. Ég hafði strax mikla trú á honum.“ Höfðu trú á ContrabandContraband var frumsýnd hér heima á föstudag, en úti í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Myndin fór beint á topp aðsóknarlistans vestanhafs og þegar þetta er skrifað er hún komin langleiðina með að borga upp rúmlega 40 milljón dala framleiðslukostnaðinn. Ekki slæmt á tæpum tveimur vikum. En bjóst Wahlberg við þessum árangri? „Við vorum að vona að myndin næði toppnum, enda höfðum við mikla trú á henni. Við gerðum okkar besta við að kynna myndina og Universal stóð sig líka vel í því. En þegar öllu er á botninn hvolft er ástæðan fyrir velgengni myndarinnar sú að fólk sá stikluna og sjónvarpsauglýsingarnar. Þær vöktu áhuga fólks. Þannig ákveð ég líka hvort ég ætli að sjá mynd – áhugavert brot úr kvikmynd er það sem fær mig til að fara út og kaupa miða.“ Nú horfa menn í aurinn í Hollywood, þannig að þegar menn ná myndum á toppinn hlýtur það að vekja athygli. Hvernig myndirðu ráðleggja Baltasar að vinna úr stöðunni sem er komin upp? „Hann verður að sjálfsögðu að velja næstu verkefni vel. Hann er mjög klár og þarf finna verkefni sem mun vekja viðbrögð áhorfenda.“ Gera aðra mynd samanSamstarf þitt og Baltasars virðist hafa gengið mjög vel, þið talið allavega afar fallega hvor um annan og eruð búnir að ákveða að vinna saman á ný, ekki satt? „Já, við vonumst til að gera aðra mynd í byrjun sumars. Myndin heitir 2 Guns og við vorum að gera nýjum leikara tilboð um hlutverk og bíðum átekta. Ef hann samþykkir ættum við að geta hafist handa í maí eða júní. En ég myndi gera hvað sem er með Baltasar, hann er svo hæfileikaríkur náungi og þægilegur í samstarfi. Við erum mjög líkir að því leyti að vinnan er í forgangi. Ég er mikill aðdáandi hans.“ Það hefur verið talsvert slúðrað um frekara samstarf ykkar í vefmiðlum, meðal annars um að þú viljir að Baltasar leikstýri mynd sem yrði undanfari The Fighter, er eitthvað til í því? „Ég veit það ekki, enda erum við ennþá að bíða eftir handritinu. Hún yrði augljóslega afar frábrugðin upprunalegu myndinni, en þetta kemur síðar í ljós. Við finnum út úr þessu.“
Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Sjá meira