Breytingin er því hreint út sagt ótrúleg þegar Henry fær iPod-spilara í hönd ásamt tónlist frá fimmta og sjötta áratugnum.
„Um leið og hann heyrir tónlistina verður breyting á honum," sagði Dr. Oliver Sacks.
Dr. Sacks er taugasérfræðingur. Síðustu ár hefur hann unnið að gerð heimildarmyndar um lækningarmátt tónlistar. Í myndinni einblínir Dr. Sacks á eldra fólk sem fallið hefur í hyldýpi elliglapa og hrörnunarsjúkdóma - rétt eins og Henry.
„Andlit hans sýnir loks svipbrigði," sagði Dr. Sacks. „Augu hans opna, hann syngur og vaggar til og frá. Það er tónlistin sem framkallar þessi áhrif."
Heimildarmyndin ber heitið Alive Inside. Í henni eru kenningar Dr. Sacks kynntar. Hann hefur rannsakað fyrirbærið í áraraðir og gaf út fræðiritið Musicophilia: Tales of Music and the Brain árið 2007.

Í myndbandinu má sjá Henry sitja í hjólastól með höfuðið í höndum sér. Loks fær hann tónlistina í eyrun og allt breytist. Hann fer að tala og syngur jafnvel með lögunum.
Henry segir að Cab Calloway sé hans maður og að „I'll be Home for Christmas" sé hans uppáhalds lag.
Aðspurður um þá þýðingu sem tónlist hafi fyrir hann segir Henry: „hún fyllir mig af ást, rómantík."
Hægt er að sjá myndskeiðið hér fyrir ofan.