Sauber-liðið svissneska í Formúlu 1 hefur nú tekið bíl sinn í sundur. Það er ekki í hefðbundnum skilningi heldur hefur bílinn einfaldlega verið skorinn í herðar niður, ef svo má segja.
Þverskurðinn gerði liðið til að sýna áhugamönnum hvernig einstaka hlutur innan bílsins virkar. Eins og sjá má er Formúlu 1-bíll ekki bara útlitið heldur er búið að hugsa öll smáatriði á allan mögulegan hátt.
Meðfylgjandi er myndbandið sem Sauber-liðið gaf út í þessu tilefni. Þar útskýrir Matt Morris, yfirhönnuður liðsins hvernig bensíntankurinn virkar og reynir að finna pláss fyrir eplið sitt innan allra vélhlutananna með litlum árangri.
