Erlent

MacBook Air er græja ársins 2011

MacBook Air 2011 var kynnt í júlí á síðasta ári.
MacBook Air 2011 var kynnt í júlí á síðasta ári. mynd/AFP
Græja ársins að mati notenda tæknifréttasíðunnar Gizmodo er MacBook Air. Spjaldtölva vefverslunarinnar Amazon, Kindle Fire, hreppti annað sætið en aðeins munaði einu prósenti á milli efstu sætanna.

Nýjasta útgáfa MacBook Air kom á markað í júlí á síðasta ári. Útlit fartölvunnar var í takt við fyrri útgáfur en innviði hennar og tengimöguleikar voru endurhannaðir.

Fartölvan naut mikilla vinsælda og fékk afar jákvæða dóma frá gagnrýnendum.

Niðurstaða Gizmodo byggist á tugum þúsunda atkvæða frá notendum síðunnar. Hægt er að nálgast umfjöllun Gizmodo hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×