Erlent

Brennuvargar herja á borgarbúa í Los Angeles

Slökkviliðið í Los Angeles hefur þurft að glíma við yfir 40 íkveikjur í heimahúsum og bílum um áramótin og hefur fjöldi slíkra útkalla á einni helgi ekki verið meiri í borginni síðan í óeirðunum þar árið 1992.

Lögreglan í Los Angeles tekur að fleiri en einn brennuvargur herji á borgarbúa og þeirra er nú ákaft leitað.

Meðal þeirra húsa sem orðið hafa fyrir barðinu á brennuvörgum er fyrrum heimili Jim Morrison söngvara The Doors í Hollywood Hills en megnið af útköllum hafa verið í hús í Hollywood og nágrenni.

Engin hefur slasast alvarlega í þessum eldsvoðum en eignartjón er töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×