Erindi og ástæður nýrrar ríkisstjórnar Margrét S. Björnsdóttir skrifar 2. janúar 2012 10:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur tekið til starfa. Samfylkingarfólk harmar brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórninni, það undirstrikar mikilvægi þess að flokkurinn eigi ötula talsmenn frjálslyndrar atvinnustefnu, lykilþráðar í stefnu flokksins. Árni Páll verður þar áfram. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu eftir. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti Samfylkingarfólks, ekki bara þeir, sem sátu flokksstjórnarfund sl. föstudag styður nýja ríkisstjórn. Það er pólitísk staðreynd sem við verðum að horfast í augu við, að breytt ráðherraskipan var forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarsáttmálans: Farsælli niðurstöðu í áratuga deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið, niðurstöðu þar sem saman fara hagsmunir greinarinnar um arðsemi og hagkvæmni, réttlát hlutdeild þjóðarinnar í auðlindinni (auðlindarentunni) og skynsamlegir möguleikar á nýliðun smærri aðila. Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB, sem hægt verði að bera undir þjóðina. Í þriðja lagi að koma í höfn áratuga baráttumáli vinstri manna um eitt atvinnuvegaráðuneyti, þar sem úreltri atvinnuvegaaðgreiningu og sérhagsmunagæslu verði aflétt. Baráttumál sem hefur einmitt strandað á sérhagsmunagæslu. Þessi þrjú lykilverkefni voru vonlítil með óbreyttri ráðherraskipan. Önnur mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar s.s. rammaáætlun um auðlindanýtingu, tillögur um breytingar á stjórnarskrá og að halda áfram því stóra verkefni að auka enn frekar jöfnuð í íslensku samfélagi, eftir að ójöfnuður hafði hér stöðugt aukist frá árinu 1996, upphafi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjármálaráðuneyti og velferðarráðuneyti gegna þar lykilhlutverki, auk þess sem ekki má vanmeta hlutverk fjármálaráðuneytis í mótun atvinnustefnu og umgjörðar atvinnulífs. Við munum leggja erindi okkar og árangur fyrir íslensku þjóðina í kosningum vorið 2013. Við gerðum upp við hrunið, komum á efnahagslegum stöðugleika, náðum tökum á ríkisfjármálum, um leið og við stóðum vörð um þá sem minnst hafa og jukum jöfnuð. Við afnámum pólitískar embættaveitingar, eitt ömurlegasta birtingarform spillingar á Íslandi. Við kvíðum ekki dómi íslensku þjóðarinnar ef stjórnarflokkarnir halda áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur tekið til starfa. Samfylkingarfólk harmar brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórninni, það undirstrikar mikilvægi þess að flokkurinn eigi ötula talsmenn frjálslyndrar atvinnustefnu, lykilþráðar í stefnu flokksins. Árni Páll verður þar áfram. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu eftir. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti Samfylkingarfólks, ekki bara þeir, sem sátu flokksstjórnarfund sl. föstudag styður nýja ríkisstjórn. Það er pólitísk staðreynd sem við verðum að horfast í augu við, að breytt ráðherraskipan var forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarsáttmálans: Farsælli niðurstöðu í áratuga deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið, niðurstöðu þar sem saman fara hagsmunir greinarinnar um arðsemi og hagkvæmni, réttlát hlutdeild þjóðarinnar í auðlindinni (auðlindarentunni) og skynsamlegir möguleikar á nýliðun smærri aðila. Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB, sem hægt verði að bera undir þjóðina. Í þriðja lagi að koma í höfn áratuga baráttumáli vinstri manna um eitt atvinnuvegaráðuneyti, þar sem úreltri atvinnuvegaaðgreiningu og sérhagsmunagæslu verði aflétt. Baráttumál sem hefur einmitt strandað á sérhagsmunagæslu. Þessi þrjú lykilverkefni voru vonlítil með óbreyttri ráðherraskipan. Önnur mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar s.s. rammaáætlun um auðlindanýtingu, tillögur um breytingar á stjórnarskrá og að halda áfram því stóra verkefni að auka enn frekar jöfnuð í íslensku samfélagi, eftir að ójöfnuður hafði hér stöðugt aukist frá árinu 1996, upphafi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjármálaráðuneyti og velferðarráðuneyti gegna þar lykilhlutverki, auk þess sem ekki má vanmeta hlutverk fjármálaráðuneytis í mótun atvinnustefnu og umgjörðar atvinnulífs. Við munum leggja erindi okkar og árangur fyrir íslensku þjóðina í kosningum vorið 2013. Við gerðum upp við hrunið, komum á efnahagslegum stöðugleika, náðum tökum á ríkisfjármálum, um leið og við stóðum vörð um þá sem minnst hafa og jukum jöfnuð. Við afnámum pólitískar embættaveitingar, eitt ömurlegasta birtingarform spillingar á Íslandi. Við kvíðum ekki dómi íslensku þjóðarinnar ef stjórnarflokkarnir halda áfram á sömu braut.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun