Erindi og ástæður nýrrar ríkisstjórnar Margrét S. Björnsdóttir skrifar 2. janúar 2012 10:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur tekið til starfa. Samfylkingarfólk harmar brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórninni, það undirstrikar mikilvægi þess að flokkurinn eigi ötula talsmenn frjálslyndrar atvinnustefnu, lykilþráðar í stefnu flokksins. Árni Páll verður þar áfram. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu eftir. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti Samfylkingarfólks, ekki bara þeir, sem sátu flokksstjórnarfund sl. föstudag styður nýja ríkisstjórn. Það er pólitísk staðreynd sem við verðum að horfast í augu við, að breytt ráðherraskipan var forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarsáttmálans: Farsælli niðurstöðu í áratuga deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið, niðurstöðu þar sem saman fara hagsmunir greinarinnar um arðsemi og hagkvæmni, réttlát hlutdeild þjóðarinnar í auðlindinni (auðlindarentunni) og skynsamlegir möguleikar á nýliðun smærri aðila. Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB, sem hægt verði að bera undir þjóðina. Í þriðja lagi að koma í höfn áratuga baráttumáli vinstri manna um eitt atvinnuvegaráðuneyti, þar sem úreltri atvinnuvegaaðgreiningu og sérhagsmunagæslu verði aflétt. Baráttumál sem hefur einmitt strandað á sérhagsmunagæslu. Þessi þrjú lykilverkefni voru vonlítil með óbreyttri ráðherraskipan. Önnur mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar s.s. rammaáætlun um auðlindanýtingu, tillögur um breytingar á stjórnarskrá og að halda áfram því stóra verkefni að auka enn frekar jöfnuð í íslensku samfélagi, eftir að ójöfnuður hafði hér stöðugt aukist frá árinu 1996, upphafi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjármálaráðuneyti og velferðarráðuneyti gegna þar lykilhlutverki, auk þess sem ekki má vanmeta hlutverk fjármálaráðuneytis í mótun atvinnustefnu og umgjörðar atvinnulífs. Við munum leggja erindi okkar og árangur fyrir íslensku þjóðina í kosningum vorið 2013. Við gerðum upp við hrunið, komum á efnahagslegum stöðugleika, náðum tökum á ríkisfjármálum, um leið og við stóðum vörð um þá sem minnst hafa og jukum jöfnuð. Við afnámum pólitískar embættaveitingar, eitt ömurlegasta birtingarform spillingar á Íslandi. Við kvíðum ekki dómi íslensku þjóðarinnar ef stjórnarflokkarnir halda áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur tekið til starfa. Samfylkingarfólk harmar brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórninni, það undirstrikar mikilvægi þess að flokkurinn eigi ötula talsmenn frjálslyndrar atvinnustefnu, lykilþráðar í stefnu flokksins. Árni Páll verður þar áfram. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu eftir. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti Samfylkingarfólks, ekki bara þeir, sem sátu flokksstjórnarfund sl. föstudag styður nýja ríkisstjórn. Það er pólitísk staðreynd sem við verðum að horfast í augu við, að breytt ráðherraskipan var forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarsáttmálans: Farsælli niðurstöðu í áratuga deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið, niðurstöðu þar sem saman fara hagsmunir greinarinnar um arðsemi og hagkvæmni, réttlát hlutdeild þjóðarinnar í auðlindinni (auðlindarentunni) og skynsamlegir möguleikar á nýliðun smærri aðila. Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB, sem hægt verði að bera undir þjóðina. Í þriðja lagi að koma í höfn áratuga baráttumáli vinstri manna um eitt atvinnuvegaráðuneyti, þar sem úreltri atvinnuvegaaðgreiningu og sérhagsmunagæslu verði aflétt. Baráttumál sem hefur einmitt strandað á sérhagsmunagæslu. Þessi þrjú lykilverkefni voru vonlítil með óbreyttri ráðherraskipan. Önnur mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar s.s. rammaáætlun um auðlindanýtingu, tillögur um breytingar á stjórnarskrá og að halda áfram því stóra verkefni að auka enn frekar jöfnuð í íslensku samfélagi, eftir að ójöfnuður hafði hér stöðugt aukist frá árinu 1996, upphafi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjármálaráðuneyti og velferðarráðuneyti gegna þar lykilhlutverki, auk þess sem ekki má vanmeta hlutverk fjármálaráðuneytis í mótun atvinnustefnu og umgjörðar atvinnulífs. Við munum leggja erindi okkar og árangur fyrir íslensku þjóðina í kosningum vorið 2013. Við gerðum upp við hrunið, komum á efnahagslegum stöðugleika, náðum tökum á ríkisfjármálum, um leið og við stóðum vörð um þá sem minnst hafa og jukum jöfnuð. Við afnámum pólitískar embættaveitingar, eitt ömurlegasta birtingarform spillingar á Íslandi. Við kvíðum ekki dómi íslensku þjóðarinnar ef stjórnarflokkarnir halda áfram á sömu braut.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar