Erlent

Sala á geisladiskum hrynur á meðan vínyplötur verða vinsælli

Betri hljómgæði vínylplatna eru talin stuðla að vinsældum þeirra.
Betri hljómgæði vínylplatna eru talin stuðla að vinsældum þeirra. mynd/AFP
Sala á vínylplötum í Bretlandi jókst um 40% á síðasta ári og hefur ekki verið jafn góð síðan árið 2005. Sala á geisladiskum minnkaði þó verulega.

Rúmlega 337.000 vínylplötur voru seldar á síðasta ári í Bretlandi samkvæmt samtökum plötuútgefenda þar í landi. Sérfræðingar segja að ástæður vinsældanna liggi í betri hljómgæðum vínylplatna ásamt hinum svokalla Record Store Day en það er árlegur dagur þar sem þekktar hljómsveitir og tónlistarmenn gefa út vínylplötur.

En þrátt fyrir aukna sölu vínylplatna var heildarsala plötuútgefenda minni en síðustu ár. Sala á geisladiskum féll á ný en um 86 milljón hljómplötur voru seldar á árinu. Vinsælasta hljómplata ársins var 21 með Adele en hún seldist í 3.8 milljónum eintaka.

Geoff Taylor, stjórnarformaður British Phonographic Industry (BPI), sagði í viðtali við The Telegraph að ólöglegt niðurhal kosti tónlistarútgefendur milljónir punda árlega og að yfirvöld í Bretlandi verði að taka á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×