Handbolti

Löwen áfram eftir hörkuleik gegn GUIF

Guðmundur og félagar máttu hafa fyrir sigrinum í kvöld.
Guðmundur og félagar máttu hafa fyrir sigrinum í kvöld.
Rhein-Neckar Löwen er komið áfram í EHF-bikarnum eftir þriggja marka sigur, 39-36, á sænska liðinu GUIF í uppgjöri íslenskra þjálfara.

Fyrirfram var ekki búist við allt of mikilli mótspyrnu frá liði Kristjáns Andréssonar, GUIF, en strákarnir hans minntu á sig í fyrri leik liðanna í Svíþjóð er það tapaði aðeins með einu marki, 34-35.

GUIF sýndi í Mannheim í kvöld að sú úrslit voru engin tilviljun með því að standa hraustlega í liði Guðmundar Guðmundssonar.

Jafnt var í leikhléi, 15-15, en drengir Guðmundar í Löwen höfðu betur í síðari hálfleik.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Löwen í leiknum en Haukur Andrésson, bróðir Kristjáns þjálfara, skoraði tvö mörk fyrir GUIF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×