Sverre þarf hvíld fyrir Ólympíuleikana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2012 06:30 Sverre verður ekki með í leikjunum gegn Hollandi. Mynd/Nordic Photos/Getty Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi. Varnarmaðurinn Sverre Jakobsson er frá vegna meiðsla og þá á Ásgeir Örn Hallgrímsson ekki heimangengt þar sem hann varð faðir nú fyrr í vikunni. Guðmundur kallaði á Sigurgeir Árna Ægisson, fyrrum fyrirliða FH, í hópinn í staðinn fyrir Sverre en Sigurgeir Árni leikur nú með norska B-deildarliðinu Kristiansund. „Við fengum tækifæri til að skoða Sigurgeir í vetur þegar hann spilaði með liði sínu í Þýskalandi og hann stóð sig vel í þeim leik. Við viljum sjá nú hvort hann geti leyst Sverre af," sagði Guðmundur en hann vonaðist þó til þess að geta notað Sverre á Ólympíuleikunum. „Sverre hefur verið að glíma við ýmis meiðsli, til dæmis í olnboga, öxl og hné. Hann þarf að fara í sprautumeðferð og hvíld til að koma sér aftur af stað. Það verður auðvitað slæmt að hafa hann ekki í þessum leikjum en við erum að horfa til þess að hann verði klár þegar Ólympíuleikarnir byrja." Hann segir þó að Ásgeir verði mögulega til taks ef á þurfi að halda í leikjunum gegn Hollandi. En eins og málin standa nú verður hann ekki með. Bjarki Már Elísson fær nú tækifæri til að sanna sig en þessi vinstri hornamaður var öflugur með Íslandsmeisturum HK í vetur. Að öðru leyti kemur val Guðmundar ekki mjög á óvart. Íslenski handboltinn Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi. Varnarmaðurinn Sverre Jakobsson er frá vegna meiðsla og þá á Ásgeir Örn Hallgrímsson ekki heimangengt þar sem hann varð faðir nú fyrr í vikunni. Guðmundur kallaði á Sigurgeir Árna Ægisson, fyrrum fyrirliða FH, í hópinn í staðinn fyrir Sverre en Sigurgeir Árni leikur nú með norska B-deildarliðinu Kristiansund. „Við fengum tækifæri til að skoða Sigurgeir í vetur þegar hann spilaði með liði sínu í Þýskalandi og hann stóð sig vel í þeim leik. Við viljum sjá nú hvort hann geti leyst Sverre af," sagði Guðmundur en hann vonaðist þó til þess að geta notað Sverre á Ólympíuleikunum. „Sverre hefur verið að glíma við ýmis meiðsli, til dæmis í olnboga, öxl og hné. Hann þarf að fara í sprautumeðferð og hvíld til að koma sér aftur af stað. Það verður auðvitað slæmt að hafa hann ekki í þessum leikjum en við erum að horfa til þess að hann verði klár þegar Ólympíuleikarnir byrja." Hann segir þó að Ásgeir verði mögulega til taks ef á þurfi að halda í leikjunum gegn Hollandi. En eins og málin standa nú verður hann ekki með. Bjarki Már Elísson fær nú tækifæri til að sanna sig en þessi vinstri hornamaður var öflugur með Íslandsmeisturum HK í vetur. Að öðru leyti kemur val Guðmundar ekki mjög á óvart.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira