Borðar ekki rautt kjöt og veit ekki hvað hún skýtur 1. júní 2012 15:00 María Birta Bjarnadóttir fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn á þriðjudag. Hún hyggst fara á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara.fréttablaðið/gva „Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt," bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín af mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skotæfingasvæðinu." Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tuttugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtökin í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum komandi um næstu áramót segist hún óviss. „Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnumennskuna; tek atvinnuflugmanninn, atvinnukafarann og svo framvegis," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. „Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt," bætir hún við. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst í fyrra að María Birta hefði farið í fyrsta sinn á hreindýraveiðar með stjúpa sínum, Pálma Gestssyni leikara. Henni þótti reynslan í senn áhugaverð og ógeðfelld enda er hún að eigin sögn mikill dýravinur. „Pálmi fékk leyfi fyrir hreindýri aftur í ár og mér finnst líklegt að ég skelli mér með. Fólk hefur gert mikið grín af mér því ég borða ekki rautt kjöt og veit því ekki hvað ég á að skjóta nú þegar ég er komin með skotveiðileyfi. Ætli ég haldi mig ekki bara við leirdúfurnar á skotæfingasvæðinu." Í prófinu þurfti María Birta að skjóta fimmtán riffilskotum og tuttugu og fimm haglaskotum og fannst henni mun skemmtilegra að skjóta af haglabyssu en riffli. Hún segir ekki erfitt að læra réttu handtökin í skotfimi og að námið sjálft hafi verið fróðlegt og skemmtilegt. Þegar hún er að lokum spurð að því hvort hún ætli sér að verða jafn stórtæk í heitunum komandi um næstu áramót segist hún óviss. „Ég veit ekkert hvað ég geri á næsta ári, en ég mun pottþétt ekki slappa af. Ætli ég færi mig ekki bara yfir í atvinnumennskuna; tek atvinnuflugmanninn, atvinnukafarann og svo framvegis," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira