Barnfóstra internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Enn eina ferðina eru netsíur til umræðu. Samkvæmt grein í blaðinu Grapevine eru bæði Vodafone og Síminn að undirbúa það að hindra aðgang að klám- og fjárhættuspilavefsíðum. Látið er í veðri vaka að þetta sé lítið mál og eingöngu gert til að vernda venjulega netnotendur gegn hættum frjáls upplýsingaflæðis. Mörgum finnst bara í góðu lagi að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda ólöglegt efni. Jafnframt blöskrar okkur ýmislegt á netinu sem er, því miður, fullkomlega löglegt í því landi þar sem það er gefið út. Því er gjarnan gripið til netsíunnar. En stöldrum aðeins við. Ef það á að taka upp allsherjar ritskoðun og eftirlit með netnotkun landsmanna, er ekki ástæða til að vega og meta kosti og galla kerfisins sem um ræðir? Þetta snýst ekki bara um glæpi og óæskilegt efni, heldur koma friðhelgi einkalífsins og málfrelsi líka við sögu. Margir ímynda sér kannski að netsíur séu eins og dyraverðir skemmtistaða, tækni sem angrar ekki gangandi vegfarendur heldur stoppar bara fólk við innganginn og biður um skilríki því til staðfestingar að allir séu komnir til vits og ára. Það er enginn vafi á því að skuggahverfi netsins veitti ekki af fleiri dyravörðum! Vandinn er að miðlægar netsíur virka alls ekki svona. Netsíur eins og Vodafone og Síminn eru að leggja til, fylgjast með allri netnotkun allra, alltaf, og bera hverja tengingu undir svartan lista yfir „óæskilega vefi“. Þær halda jafnframt skrá yfir hvað þær sjá og hvað þær gera. Netsíur eru því ekki eins og dyraverðir, netsíur eru eins og barnfóstrur sem eru alltaf að fylgjast með. Þær elta okkur í skólann, sitja með okkur í vinnunni, horfa á okkur í sturtu og skrá hjá sér ef við skiljum klósettsetuna eftir uppi. Netsíur sitja á rúmstokknum meðan við elskumst. Þær elta okkur til læknis, á Vog og til Stígamóta og halda vandlega skrá yfir hve oft við mætum á fund hjá Samtökunum 78. Ef svo ólíklega vill til að við óvart álpumst inn á súludansstað, þá er það rétt, barnfóstran getur kannski bjargað okkur frá því óláni að sjá geirvörtu. En netsían er ósköp vitlaus. Hún er vélmenni sem skilur hvorki umhverfi né aðstæður, heldur flettir öllu upp í gulu síðunum frá árinu 2008. Ef það var bakarí á staðnum hérna áður fyrr, þá bara hleypir fóstran okkur inn án athugasemda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar súludansstaður lokar og bakari tekur við húsnæðinu. Allir sem vilja, læra fljótt að fela sig fyrir fóstrunni. Það er auðvelt. Fóstran stoppar aldrei þá sem ætla sér virkilega að komast leiðar sinnar, hún hindrar ekki glæpi, hún útrýmir ekki barnaklámi og hún mun ekki bjarga neinum spilafíklum. Fóstran þvælist bara fyrir, njósnar um saklaust fólk og sópar vandamálunum undir teppið. Nei takk, segi ég nú bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru netsíur til umræðu. Samkvæmt grein í blaðinu Grapevine eru bæði Vodafone og Síminn að undirbúa það að hindra aðgang að klám- og fjárhættuspilavefsíðum. Látið er í veðri vaka að þetta sé lítið mál og eingöngu gert til að vernda venjulega netnotendur gegn hættum frjáls upplýsingaflæðis. Mörgum finnst bara í góðu lagi að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda ólöglegt efni. Jafnframt blöskrar okkur ýmislegt á netinu sem er, því miður, fullkomlega löglegt í því landi þar sem það er gefið út. Því er gjarnan gripið til netsíunnar. En stöldrum aðeins við. Ef það á að taka upp allsherjar ritskoðun og eftirlit með netnotkun landsmanna, er ekki ástæða til að vega og meta kosti og galla kerfisins sem um ræðir? Þetta snýst ekki bara um glæpi og óæskilegt efni, heldur koma friðhelgi einkalífsins og málfrelsi líka við sögu. Margir ímynda sér kannski að netsíur séu eins og dyraverðir skemmtistaða, tækni sem angrar ekki gangandi vegfarendur heldur stoppar bara fólk við innganginn og biður um skilríki því til staðfestingar að allir séu komnir til vits og ára. Það er enginn vafi á því að skuggahverfi netsins veitti ekki af fleiri dyravörðum! Vandinn er að miðlægar netsíur virka alls ekki svona. Netsíur eins og Vodafone og Síminn eru að leggja til, fylgjast með allri netnotkun allra, alltaf, og bera hverja tengingu undir svartan lista yfir „óæskilega vefi“. Þær halda jafnframt skrá yfir hvað þær sjá og hvað þær gera. Netsíur eru því ekki eins og dyraverðir, netsíur eru eins og barnfóstrur sem eru alltaf að fylgjast með. Þær elta okkur í skólann, sitja með okkur í vinnunni, horfa á okkur í sturtu og skrá hjá sér ef við skiljum klósettsetuna eftir uppi. Netsíur sitja á rúmstokknum meðan við elskumst. Þær elta okkur til læknis, á Vog og til Stígamóta og halda vandlega skrá yfir hve oft við mætum á fund hjá Samtökunum 78. Ef svo ólíklega vill til að við óvart álpumst inn á súludansstað, þá er það rétt, barnfóstran getur kannski bjargað okkur frá því óláni að sjá geirvörtu. En netsían er ósköp vitlaus. Hún er vélmenni sem skilur hvorki umhverfi né aðstæður, heldur flettir öllu upp í gulu síðunum frá árinu 2008. Ef það var bakarí á staðnum hérna áður fyrr, þá bara hleypir fóstran okkur inn án athugasemda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar súludansstaður lokar og bakari tekur við húsnæðinu. Allir sem vilja, læra fljótt að fela sig fyrir fóstrunni. Það er auðvelt. Fóstran stoppar aldrei þá sem ætla sér virkilega að komast leiðar sinnar, hún hindrar ekki glæpi, hún útrýmir ekki barnaklámi og hún mun ekki bjarga neinum spilafíklum. Fóstran þvælist bara fyrir, njósnar um saklaust fólk og sópar vandamálunum undir teppið. Nei takk, segi ég nú bara.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun