Segir skort á vegriðum skapa stórhættu Hugrún Halldórsdóttir og Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 13. október 2012 19:12 Varaformaður FÍB gagnrýnir að ekki sé búið að setja upp vegrið á milli akbrauta á Reykjanesbrautinni en mildi þykir að ekki hafa farið illa í umferðarslysi þar í gær. Umferðin um brautina er þess eðlis að núverandi aðstæður skapa hættu á stórslysi. Ökumaðurinn slasaðist, en þó ekki lífshættulega, í slysinu sem varð vegna óvæntrar hálku rétt fyrir klukka sex í gærmorgun. „Í þessu tilfelli þá er viðkomandi á leiðinni til Reykjavíkur þannig að aðalumferðin er á leiðinni suður eftir og þar með talið allar rúturnar," útskýrir Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB. Það var því ótrúleg mildi að enginn bíll hafi komið á móti þegar slysið átti sér stað. Engin vegrið eru á milli akbrautanna heldur svokölluð geil sem Ólafur segir geta verið á við stökkpall fyrir bíla. „Það er nákvæmlega það sem gerist hér. Við sjáum það bara hér á förunum, bíllinn hefur farið ofan í geilina og upp úr henni hinum megin. Það eru engin för hér á götunni fyrr en hann lendir hér á aðreininni frá vegamótunum niður í Voga og það eru engin ummerki fyrr en að bíllinn lendir, þar sjáum við dekkjaför. Þetta er, ætli maður sé ekki að giska á um 15 metra flug," segir hann. Ólafur segir að vegrið vanti á alltof mörgum stöðum hér á landi sérstaklega á milli akgreina á tvöföldum vegum. Slys sem hafi orðið vegna þessa séu alltof mörg. „Og því miður mjög alvarleg sum eins og við munum við Arnarnesveginn og þetta hefur gerst á Vesturlandsveginum líka og nokkur tilvik eftir að tvöföldunin kom hérna á Reykjanesbrautina sem ég veit til þess að bílar hafa farið eins og hér ofan í geilina, flogið upp úr og farið út af hinum megin. Það hættulegasta í þessu er það að ef þetta myndi gerast undir þeim kringumstæðum að rúta væri að koma á móti, þá værum við að horfa sennilega á umferðarslys sem við höfum aldrei áður séð gerast á Íslandi," segir Ólafur og bætir við: „Þetta er bara spurning um að leyfa vegagerðinni að klára þetta mál og þar snýst málið um peninga." Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Varaformaður FÍB gagnrýnir að ekki sé búið að setja upp vegrið á milli akbrauta á Reykjanesbrautinni en mildi þykir að ekki hafa farið illa í umferðarslysi þar í gær. Umferðin um brautina er þess eðlis að núverandi aðstæður skapa hættu á stórslysi. Ökumaðurinn slasaðist, en þó ekki lífshættulega, í slysinu sem varð vegna óvæntrar hálku rétt fyrir klukka sex í gærmorgun. „Í þessu tilfelli þá er viðkomandi á leiðinni til Reykjavíkur þannig að aðalumferðin er á leiðinni suður eftir og þar með talið allar rúturnar," útskýrir Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB. Það var því ótrúleg mildi að enginn bíll hafi komið á móti þegar slysið átti sér stað. Engin vegrið eru á milli akbrautanna heldur svokölluð geil sem Ólafur segir geta verið á við stökkpall fyrir bíla. „Það er nákvæmlega það sem gerist hér. Við sjáum það bara hér á förunum, bíllinn hefur farið ofan í geilina og upp úr henni hinum megin. Það eru engin för hér á götunni fyrr en hann lendir hér á aðreininni frá vegamótunum niður í Voga og það eru engin ummerki fyrr en að bíllinn lendir, þar sjáum við dekkjaför. Þetta er, ætli maður sé ekki að giska á um 15 metra flug," segir hann. Ólafur segir að vegrið vanti á alltof mörgum stöðum hér á landi sérstaklega á milli akgreina á tvöföldum vegum. Slys sem hafi orðið vegna þessa séu alltof mörg. „Og því miður mjög alvarleg sum eins og við munum við Arnarnesveginn og þetta hefur gerst á Vesturlandsveginum líka og nokkur tilvik eftir að tvöföldunin kom hérna á Reykjanesbrautina sem ég veit til þess að bílar hafa farið eins og hér ofan í geilina, flogið upp úr og farið út af hinum megin. Það hættulegasta í þessu er það að ef þetta myndi gerast undir þeim kringumstæðum að rúta væri að koma á móti, þá værum við að horfa sennilega á umferðarslys sem við höfum aldrei áður séð gerast á Íslandi," segir Ólafur og bætir við: „Þetta er bara spurning um að leyfa vegagerðinni að klára þetta mál og þar snýst málið um peninga."
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira