Segir skort á vegriðum skapa stórhættu Hugrún Halldórsdóttir og Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 13. október 2012 19:12 Varaformaður FÍB gagnrýnir að ekki sé búið að setja upp vegrið á milli akbrauta á Reykjanesbrautinni en mildi þykir að ekki hafa farið illa í umferðarslysi þar í gær. Umferðin um brautina er þess eðlis að núverandi aðstæður skapa hættu á stórslysi. Ökumaðurinn slasaðist, en þó ekki lífshættulega, í slysinu sem varð vegna óvæntrar hálku rétt fyrir klukka sex í gærmorgun. „Í þessu tilfelli þá er viðkomandi á leiðinni til Reykjavíkur þannig að aðalumferðin er á leiðinni suður eftir og þar með talið allar rúturnar," útskýrir Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB. Það var því ótrúleg mildi að enginn bíll hafi komið á móti þegar slysið átti sér stað. Engin vegrið eru á milli akbrautanna heldur svokölluð geil sem Ólafur segir geta verið á við stökkpall fyrir bíla. „Það er nákvæmlega það sem gerist hér. Við sjáum það bara hér á förunum, bíllinn hefur farið ofan í geilina og upp úr henni hinum megin. Það eru engin för hér á götunni fyrr en hann lendir hér á aðreininni frá vegamótunum niður í Voga og það eru engin ummerki fyrr en að bíllinn lendir, þar sjáum við dekkjaför. Þetta er, ætli maður sé ekki að giska á um 15 metra flug," segir hann. Ólafur segir að vegrið vanti á alltof mörgum stöðum hér á landi sérstaklega á milli akgreina á tvöföldum vegum. Slys sem hafi orðið vegna þessa séu alltof mörg. „Og því miður mjög alvarleg sum eins og við munum við Arnarnesveginn og þetta hefur gerst á Vesturlandsveginum líka og nokkur tilvik eftir að tvöföldunin kom hérna á Reykjanesbrautina sem ég veit til þess að bílar hafa farið eins og hér ofan í geilina, flogið upp úr og farið út af hinum megin. Það hættulegasta í þessu er það að ef þetta myndi gerast undir þeim kringumstæðum að rúta væri að koma á móti, þá værum við að horfa sennilega á umferðarslys sem við höfum aldrei áður séð gerast á Íslandi," segir Ólafur og bætir við: „Þetta er bara spurning um að leyfa vegagerðinni að klára þetta mál og þar snýst málið um peninga." Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Varaformaður FÍB gagnrýnir að ekki sé búið að setja upp vegrið á milli akbrauta á Reykjanesbrautinni en mildi þykir að ekki hafa farið illa í umferðarslysi þar í gær. Umferðin um brautina er þess eðlis að núverandi aðstæður skapa hættu á stórslysi. Ökumaðurinn slasaðist, en þó ekki lífshættulega, í slysinu sem varð vegna óvæntrar hálku rétt fyrir klukka sex í gærmorgun. „Í þessu tilfelli þá er viðkomandi á leiðinni til Reykjavíkur þannig að aðalumferðin er á leiðinni suður eftir og þar með talið allar rúturnar," útskýrir Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB. Það var því ótrúleg mildi að enginn bíll hafi komið á móti þegar slysið átti sér stað. Engin vegrið eru á milli akbrautanna heldur svokölluð geil sem Ólafur segir geta verið á við stökkpall fyrir bíla. „Það er nákvæmlega það sem gerist hér. Við sjáum það bara hér á förunum, bíllinn hefur farið ofan í geilina og upp úr henni hinum megin. Það eru engin för hér á götunni fyrr en hann lendir hér á aðreininni frá vegamótunum niður í Voga og það eru engin ummerki fyrr en að bíllinn lendir, þar sjáum við dekkjaför. Þetta er, ætli maður sé ekki að giska á um 15 metra flug," segir hann. Ólafur segir að vegrið vanti á alltof mörgum stöðum hér á landi sérstaklega á milli akgreina á tvöföldum vegum. Slys sem hafi orðið vegna þessa séu alltof mörg. „Og því miður mjög alvarleg sum eins og við munum við Arnarnesveginn og þetta hefur gerst á Vesturlandsveginum líka og nokkur tilvik eftir að tvöföldunin kom hérna á Reykjanesbrautina sem ég veit til þess að bílar hafa farið eins og hér ofan í geilina, flogið upp úr og farið út af hinum megin. Það hættulegasta í þessu er það að ef þetta myndi gerast undir þeim kringumstæðum að rúta væri að koma á móti, þá værum við að horfa sennilega á umferðarslys sem við höfum aldrei áður séð gerast á Íslandi," segir Ólafur og bætir við: „Þetta er bara spurning um að leyfa vegagerðinni að klára þetta mál og þar snýst málið um peninga."
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira