Lífið

True Blood leikkona á Expó

TRS skrifar
Ingrid Romero True Blood-leikkonan verður í mosfellsbæ dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi.
Ingrid Romero True Blood-leikkonan verður í mosfellsbæ dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi.
„Ingrid og Larissa Reis eru æfingafélagar og vinkonur. Þegar Ingrid frétti af því að Larissa væri að koma hingað bað hún um að fá að koma með,“ segir Hjalti Úrsus um komu vaxtaræktarkonunnar og True Blood-leikkonunnar Ingrid Romero til landsins.

Ingrid, Larissa og Ronnie Coleman eru öll væntanleg hingað til lands til að taka þátt í Icelandic Fitness and Health Expo sem fer fram í Mosfellsbæ dagana 10. til 11. nóvember næstkomandi. „Bæði Larissa og Ingrid verða með námskeið í boði fyrir þá sem vilja, en auk þess ætla þær að sýna sínu íturvöxnu líkama og gefa eiginhandaráritanir,“ segir Hjalti.

Ingrid leikur vampíru í fjórðu seríunni af True Blood, sem er sýnd á Stöð 2 þessa dagana. Hún hefur starfað sem fyrirsæta meira og minna frá ellefu ára aldri og hefur í seinni tíð náð frábærum árangri í vaxtarækt og bikiníhönnun. Hún eignaðist tvíburadrengi þann 6. apríl síðastliðinn og vakti mikla athygli fyrir það hversu skamman tíma það tók hana að komast aftur í gott form.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.