Raikkönen gæti farið aftur til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 30. júlí 2012 12:00 Kimi er ekki viss hvar hann verður á næsta ári. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen tekur ekki fyrir að snúa aftur til Ferrari á næsta ári. Hann ók fyrir ítalska liðið í þrjú ár, 2007-2009, og varð heimsmeistari í rauðum fák árið 2007. Raikkönen ekur nú fyrir Lotus. Árangur Kimi í Lotus-bílnum í ár hefur vakið áhuga Ferrari-liðsins á honum á ný en hann þótti mjög vinsæll þar áður en ákvað að gefa Formúlu 1 upp á bátinn í lok árs 2009 og huga að heimsmeistarakeppninni í rallý. Ferrari-liðið er nú að skima eftir nýjum ökumanni til að fylla sæti Felipe Massa á næsta ári. Massa hefur ekki náð markmiðum sínum og liðsins í mótum ársins og því er talið víst að hann fái samning sinn ekki endurnýjaðan. Lotus-liðið á hinn bóginn gerir ráð fyrir því að Raikkönen aki fyrir liðið á næsta ári. Kimi hefur verið í samningsviðræðum við lið sitt í einhvern tíma því samningur hans við liðið rennur út í lok þessa árs. Formúla 1 er nú í sumarfríi allan ágústmánuð og keppir næst á belgísku brautinni í Spa-Francorshamps. Það verður því kannski lítið um að vera á ökumannamarkaðinum á næstunni. Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kimi Raikkönen tekur ekki fyrir að snúa aftur til Ferrari á næsta ári. Hann ók fyrir ítalska liðið í þrjú ár, 2007-2009, og varð heimsmeistari í rauðum fák árið 2007. Raikkönen ekur nú fyrir Lotus. Árangur Kimi í Lotus-bílnum í ár hefur vakið áhuga Ferrari-liðsins á honum á ný en hann þótti mjög vinsæll þar áður en ákvað að gefa Formúlu 1 upp á bátinn í lok árs 2009 og huga að heimsmeistarakeppninni í rallý. Ferrari-liðið er nú að skima eftir nýjum ökumanni til að fylla sæti Felipe Massa á næsta ári. Massa hefur ekki náð markmiðum sínum og liðsins í mótum ársins og því er talið víst að hann fái samning sinn ekki endurnýjaðan. Lotus-liðið á hinn bóginn gerir ráð fyrir því að Raikkönen aki fyrir liðið á næsta ári. Kimi hefur verið í samningsviðræðum við lið sitt í einhvern tíma því samningur hans við liðið rennur út í lok þessa árs. Formúla 1 er nú í sumarfríi allan ágústmánuð og keppir næst á belgísku brautinni í Spa-Francorshamps. Það verður því kannski lítið um að vera á ökumannamarkaðinum á næstunni.
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira