Erlent

Svíar þróa lyf sem getur haldið áfengissýki í skefjum

Nýtt lyf sem getur haldið áfengissýki í skefjum hefur verið þróað í Svíþjóð.

Það var sænska sjónvarpsstöðin SVT sem greindi fyrst frá þessu lyfi um helgina. Það eru sænskir vísindamenn sem unnið hafa að þróun lyfsins og hefur m.a. Nóbelverðlaunahafinn Arvid Carlsson átt þar hlut að máli.

Lyfið virkar þannig að það heldur stöðuleika á magni dópamíns í heilanum en heilinn framleiðir dópamín til að skapar sælutilfinningar hjá fólki. Áfengi eykur framleiðslu heilans á þessu efni.

Hjá áfengissjúklingum hinsvegar þróast starfsemi heilans þannig að þeir þurfa stöðugt meir af áfengi til að viðhalda aukinni framleiðslu á dópamíni.

Pia Steensland sérfræðingur í áfengissýki við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi segir að hið nýja lyf sé einstakt að því leiti að það getur bæði minnkað og aukið dópamínmagnið í heilanum. Á sama tíma dregur úr þeirri vellíðan sem fylgir áfengisdrykkju þannig að drykkjan þjónar ekki lengur tilgangi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×