Vímuefnavandi algeng orsök í barnaverndarmálum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 12. nóvember 2012 19:50 Tæpur þriðjungur barna sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur afskipti af hafa orðið fyrir tjóni af völdum neysluvanda foreldra samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Málin eru mjög alvarleg að sögn afbrotafræðings og oft reynir á róttæk úrræði. Hildigunnur Ólafsdóttir og Kristný Steingrímsdóttir tóku til skoðunar að beiðni Velferðarráðuneytisins rúmlega tólfhundruð tilkynningar sem bárust Barnaverndarnefnd á um hálfs árs tímabili. Þrjátíu og eitt prósent þeirra, eða um þrjúhundruð og áttatíu tilkynningar voru vegna neysluvanda foreldra og vörðuðu þær rúmlega tvöhundruð börn. „Þetta eru mjög alvarleg mál. Þannig að í hvert skipti sem tilkynnt er um neysluvanda til barnaverndar þá er full ástæða til að vera virkilega á varðbergi. Það gefur tilefni til þess að það er ekki tilkynnt nema neyslan sé orðin mjög mikil og stefni lífi og heilsu og velferð barnsins í hættu," segir Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur. Það er lögreglan sem tilkynnir flest þessara mála en nærumhverfið er einnig mjög virkt. „Það er fjölskyldan, nágrannar, vinir og ættingjar sem eru mjög virkir í að tilkynna. Það bendir til þess að þau verða fyrr vör við að það sé eitthvað alvarlegt á ferðinni heldur en stofnanir samfélagsins, eins og skóli, heilbrigðisþjónusta og aðrar stofnanir." Og athygli vekur hve oft reynir á róttæk úrræði í þessum málum: „Í rauninni, ef við reiknum hlutfallið þá er alltaf helmingur fósturbarna út af neysluvanda foreldra," segir Kristný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi. Hildigunnur segir landsmenn þurfa að hugsa betur út í hvaða reglur gilda um meðferð áfengis á samverustundum fjölskyldunnar. „Ég held að þessar reglur samfélagsins séu frekar óljósar og það gerir kannski starfsfólki stofnanna og barnaverndar erfitt fyrir hvenær á að grípa inn og hvenær ekki," segir Hildigunnur að lokum. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Tæpur þriðjungur barna sem barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur afskipti af hafa orðið fyrir tjóni af völdum neysluvanda foreldra samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Málin eru mjög alvarleg að sögn afbrotafræðings og oft reynir á róttæk úrræði. Hildigunnur Ólafsdóttir og Kristný Steingrímsdóttir tóku til skoðunar að beiðni Velferðarráðuneytisins rúmlega tólfhundruð tilkynningar sem bárust Barnaverndarnefnd á um hálfs árs tímabili. Þrjátíu og eitt prósent þeirra, eða um þrjúhundruð og áttatíu tilkynningar voru vegna neysluvanda foreldra og vörðuðu þær rúmlega tvöhundruð börn. „Þetta eru mjög alvarleg mál. Þannig að í hvert skipti sem tilkynnt er um neysluvanda til barnaverndar þá er full ástæða til að vera virkilega á varðbergi. Það gefur tilefni til þess að það er ekki tilkynnt nema neyslan sé orðin mjög mikil og stefni lífi og heilsu og velferð barnsins í hættu," segir Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur. Það er lögreglan sem tilkynnir flest þessara mála en nærumhverfið er einnig mjög virkt. „Það er fjölskyldan, nágrannar, vinir og ættingjar sem eru mjög virkir í að tilkynna. Það bendir til þess að þau verða fyrr vör við að það sé eitthvað alvarlegt á ferðinni heldur en stofnanir samfélagsins, eins og skóli, heilbrigðisþjónusta og aðrar stofnanir." Og athygli vekur hve oft reynir á róttæk úrræði í þessum málum: „Í rauninni, ef við reiknum hlutfallið þá er alltaf helmingur fósturbarna út af neysluvanda foreldra," segir Kristný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi. Hildigunnur segir landsmenn þurfa að hugsa betur út í hvaða reglur gilda um meðferð áfengis á samverustundum fjölskyldunnar. „Ég held að þessar reglur samfélagsins séu frekar óljósar og það gerir kannski starfsfólki stofnanna og barnaverndar erfitt fyrir hvenær á að grípa inn og hvenær ekki," segir Hildigunnur að lokum.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira