Sjálfstæðismenn og afnám tolla og vörugjalda 5. mars 2012 07:00 Í Fréttablaðinu 10. desember sl. er fyrirferðarlítil frétt á bls. 6 þar sem segir að sex þingmenn Sjálfstæðismanna hafi lagt fram þingsályktunartillögu um að íslensku vörugjalda- og tollalöggjafirnar verði teknar til gagngerrar endurskoðunar. Þrennt vakti athygli mína – í fyrsta lagi að þessi frétt skuli ekki hafa komið í Mogganum og í öðru lagi að þessi frétt er send á þessum tíma þegar fáir nenna að lesa blöðin vegna auglýsingaflóðsins í þeim. En aðallega vakti athygli mína – það sem ég svo sem vissi af fyrri reynslu – að sjálfstæðismenn eru alltaf reiðubúnir til að endurskoða og breyta vörugjalda- og tollamálum þegar þeir eru ekki við völd. Nú 26. janúar sl. kemur svo önnur grein og nú eftir hina ágætu sjálfstæðiskonu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þar sem hún tekur þetta mál upp á ný, og virðist hún meira að segja vera búin að átta sig á því að brauðristar bera mismunandi vörugjöld hvort þær rista brauðið lóðrétt eða lárétt. Já það tekur greinilega sinn tíma að koma þessu inn hjá sjálfstæðismönnum því þessi frétt kom nú í Tímanum um mitt árið 1996 eða fyrir 15 árum síðan. Ég eyddi rúmum tuttugu árum sem formaður Félags raftækjasala o.fl. í baráttu við stjórnvöld um að lækka þessar álögur og alltaf tóku sjálfstæðismenn vel í þessar hugmyndir en eingöngu þegar þeir voru ekki við stjórnvölinn og höfðu engin áhrif. Fyrrverandi ráðherrar og varaformenn mættu á fundi hjá okkur í Verslunarráðinu og hétu því að bara ef þeir kæmust til valda þá yrði þessu breytt um hæl. En þeir voru nú ekki komnir í stólana fyrr en þeir sviku þetta allt og alltaf var afsökunin sú sama, að þeir væru í samsteypustjórn og hinn flokkurinn vildi þetta ekki! Það er athyglisvert að sjálfstæðismenn virðast alltaf sjá ranglæti tolla og vörugjalda þegar þeir eru utan stjórnar en aldrei þegar þeir eru í stjórn. Það er líka athyglisvert að í öllum Landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins – já jafnvel tugi ára aftur í tímann – er alltaf ályktað að lækka beri tolla og fella niður vörugjöld. Þvílík andskotans hræsni sem þessi flokkur er að bera á borð fyrir okkur. Ég barðist nú aðallega fyrir þessum málum innan Kaupmannasamtakanna, en seinna meir einnig innan Verslunarráðs Íslands ásamt þáverandi framkvæmdastjóra þess, Vilhjálmi Egilssyni, og vann hann að því er virtist af heilindum með mér í þessum málum. Því miður var þessi Vilhjálmur kosinn á þing og þar var hann meira að segja gerður að formanni efnahags- og viðskiptanefndar – að því að ég hélt vegna hagfræðimenntunar og dugnaðar, en reyndist síðan að því er virðist hafa verið kosinn þangað vegna þess að forráðamenn flokksins gátu alveg stjórnað honum þar. Þar reyndist hann bara vera peð frá forystunni sem gat sagt honum fyrir verkum og hvað honum bæri að gera. Það var í hans tíð sem formaður þessarar nefndar að við gengum frá EES-samningnum þar sem við fengum tollfrían aðgang að ESB-svæðinu gegn því að við við felldum niður tolla af vörum frá því. En hvað gerir þá Villi? Hann stakk upp á því (örugglega samkvæmt fyrirskipunum æðri stjórnar flokksins) að fella niður alla tolla eins og samið hafði verið um, en kom svo með tillögu um að breyta þeim bara í vörugjöld í staðinn. Sem sagt – neytendur á ESB-svæðinu fengu íslenskan fisk og aðrar vörur á lægra verði en áður, en íslenskir neytendur urðu að borga ríkinu hér okurálögur eftir sem áður, og ekki nóg með það – í mörgum tilfellum hækkuðu álögur á vörur við álagningu vörugjaldanna. Þetta eru nú afrek sjálfstæðismanna á síðustu áratugum við að afnema tolla og vörugjöld. Það er nöturleg staðreynd að tollar hafa aldrei verið lækkaðir nema þegar Allaballar eða Alþýðuflokksmenn hafa farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og/eða viðskiptaráðuneytisins. Að vísu plataði sá skemmtilegi þingmaður Ólafur Þ. Þórðarson einu sinni Þorstein Pálsson og fékk óvænt lækkaða eða fellda niður tolla af skíðabúnaði við síðustu umræðu máls á þingi sem frægt er orðið. Skíðabúnaður er eina afrek sjálfstæðismanna í lækkunum tolla og vörugjalda. Það var einmitt eftir þá gerð sem ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum og hef ekki kosið hann síðan og mun ekki gera í framtíðinni fyrr en þeir hafa komið þessum málum í gegn. Já – í tollamálum treysti ég ekki sjálfstæðismönnum til eins eða neins – í þeim málum hafa þeir sannað hið fornkveðna: Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 10. desember sl. er fyrirferðarlítil frétt á bls. 6 þar sem segir að sex þingmenn Sjálfstæðismanna hafi lagt fram þingsályktunartillögu um að íslensku vörugjalda- og tollalöggjafirnar verði teknar til gagngerrar endurskoðunar. Þrennt vakti athygli mína – í fyrsta lagi að þessi frétt skuli ekki hafa komið í Mogganum og í öðru lagi að þessi frétt er send á þessum tíma þegar fáir nenna að lesa blöðin vegna auglýsingaflóðsins í þeim. En aðallega vakti athygli mína – það sem ég svo sem vissi af fyrri reynslu – að sjálfstæðismenn eru alltaf reiðubúnir til að endurskoða og breyta vörugjalda- og tollamálum þegar þeir eru ekki við völd. Nú 26. janúar sl. kemur svo önnur grein og nú eftir hina ágætu sjálfstæðiskonu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þar sem hún tekur þetta mál upp á ný, og virðist hún meira að segja vera búin að átta sig á því að brauðristar bera mismunandi vörugjöld hvort þær rista brauðið lóðrétt eða lárétt. Já það tekur greinilega sinn tíma að koma þessu inn hjá sjálfstæðismönnum því þessi frétt kom nú í Tímanum um mitt árið 1996 eða fyrir 15 árum síðan. Ég eyddi rúmum tuttugu árum sem formaður Félags raftækjasala o.fl. í baráttu við stjórnvöld um að lækka þessar álögur og alltaf tóku sjálfstæðismenn vel í þessar hugmyndir en eingöngu þegar þeir voru ekki við stjórnvölinn og höfðu engin áhrif. Fyrrverandi ráðherrar og varaformenn mættu á fundi hjá okkur í Verslunarráðinu og hétu því að bara ef þeir kæmust til valda þá yrði þessu breytt um hæl. En þeir voru nú ekki komnir í stólana fyrr en þeir sviku þetta allt og alltaf var afsökunin sú sama, að þeir væru í samsteypustjórn og hinn flokkurinn vildi þetta ekki! Það er athyglisvert að sjálfstæðismenn virðast alltaf sjá ranglæti tolla og vörugjalda þegar þeir eru utan stjórnar en aldrei þegar þeir eru í stjórn. Það er líka athyglisvert að í öllum Landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins – já jafnvel tugi ára aftur í tímann – er alltaf ályktað að lækka beri tolla og fella niður vörugjöld. Þvílík andskotans hræsni sem þessi flokkur er að bera á borð fyrir okkur. Ég barðist nú aðallega fyrir þessum málum innan Kaupmannasamtakanna, en seinna meir einnig innan Verslunarráðs Íslands ásamt þáverandi framkvæmdastjóra þess, Vilhjálmi Egilssyni, og vann hann að því er virtist af heilindum með mér í þessum málum. Því miður var þessi Vilhjálmur kosinn á þing og þar var hann meira að segja gerður að formanni efnahags- og viðskiptanefndar – að því að ég hélt vegna hagfræðimenntunar og dugnaðar, en reyndist síðan að því er virðist hafa verið kosinn þangað vegna þess að forráðamenn flokksins gátu alveg stjórnað honum þar. Þar reyndist hann bara vera peð frá forystunni sem gat sagt honum fyrir verkum og hvað honum bæri að gera. Það var í hans tíð sem formaður þessarar nefndar að við gengum frá EES-samningnum þar sem við fengum tollfrían aðgang að ESB-svæðinu gegn því að við við felldum niður tolla af vörum frá því. En hvað gerir þá Villi? Hann stakk upp á því (örugglega samkvæmt fyrirskipunum æðri stjórnar flokksins) að fella niður alla tolla eins og samið hafði verið um, en kom svo með tillögu um að breyta þeim bara í vörugjöld í staðinn. Sem sagt – neytendur á ESB-svæðinu fengu íslenskan fisk og aðrar vörur á lægra verði en áður, en íslenskir neytendur urðu að borga ríkinu hér okurálögur eftir sem áður, og ekki nóg með það – í mörgum tilfellum hækkuðu álögur á vörur við álagningu vörugjaldanna. Þetta eru nú afrek sjálfstæðismanna á síðustu áratugum við að afnema tolla og vörugjöld. Það er nöturleg staðreynd að tollar hafa aldrei verið lækkaðir nema þegar Allaballar eða Alþýðuflokksmenn hafa farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og/eða viðskiptaráðuneytisins. Að vísu plataði sá skemmtilegi þingmaður Ólafur Þ. Þórðarson einu sinni Þorstein Pálsson og fékk óvænt lækkaða eða fellda niður tolla af skíðabúnaði við síðustu umræðu máls á þingi sem frægt er orðið. Skíðabúnaður er eina afrek sjálfstæðismanna í lækkunum tolla og vörugjalda. Það var einmitt eftir þá gerð sem ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum og hef ekki kosið hann síðan og mun ekki gera í framtíðinni fyrr en þeir hafa komið þessum málum í gegn. Já – í tollamálum treysti ég ekki sjálfstæðismönnum til eins eða neins – í þeim málum hafa þeir sannað hið fornkveðna: Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar