Þeir sem skulda mest sleppa best Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2012 18:19 Þeir sem afplána dómsektir vegna skattalagabrota geta unnið af sér allt að tvö hundruð þúsund krónur á klukkustund með því að sinna samfélagsþjónustu. Skattrannsóknastjóri segir núverandi kerfi skila sér í vægari refsingum fyrir þá sem mest skulda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar er lýst yfir áhyggjum vegna þess hve illa gengur að innheimta dómsektir, og að á síðustu árum hafa ríflega 70 prósent þeirra sem dæmdir hafa verið til að greiða yfir átta milljónir í skattasektir, ekki greitt sektina heldur tekið út vararefsingu með samfélagsþjónustu. „Það er í raun verið að minnka varnaðaráhrifin varðandi skattalagabrot með þessum hætti," segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Reiknireglan sem fangelsismálastofnun styðst við er fjöldi daga í fangelsi sinnum fjörutíu, deilt með þrjátíu. Útkoman er fjöldi tíma í samfélagsþjónustu.Dæmi: 150 daga vararefsing jafngildir 200 klukkutímum í samfélagsþjónustu. Lágmarkstími samfélagsþjónustu er 40 klukkustundir, en hámarkstími er 480 klukkustundir. Sá sem er dæmdur til að greiða 60 þúsund króna sekt getur fullnustað hana með 40 klukkustunda samfélagsþjónustu. Hver klukkustund er þá verðlögð á 1500 krónur. Dæmi eru hins vegar um að þeir sem dæmdir eru til að greiða allt að 85 milljónir í skattasektir hafi fullnustað þær á 480 klukkustundum. Þar er hver vinnustund því verðlögð á 177 þúsund krónur. Bryndís vill að rýmri heimildir til refsinga vegna skattalagabrota séu nýttar, enda hægt að dæma fólk í allt að 6 ára fangelsi. „Þetta sýnir það hvað þetta hentar illa fyrir þessi brot þar sem fésektir eru svona háar eins og varðandi skattalagabrot. Slík brot hafa algjöra sérstöðu samanborið við önnur brot að þessu leytinu til. Þetta í raun sýnir það bara að eftir því sem meira er undan skotið því vægari refsing er, ef svo má segja, sé horft til þeirra tíma sem fara í samfélagsþjónustu." Í skýrslunni er tekið undir þetta: , „þeir sem skulda mest sleppa best. Í núverandi fyrirkomulagi felst því minni hvati til þeirra en skyldi að greiða sekt sína." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þeir sem afplána dómsektir vegna skattalagabrota geta unnið af sér allt að tvö hundruð þúsund krónur á klukkustund með því að sinna samfélagsþjónustu. Skattrannsóknastjóri segir núverandi kerfi skila sér í vægari refsingum fyrir þá sem mest skulda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar er lýst yfir áhyggjum vegna þess hve illa gengur að innheimta dómsektir, og að á síðustu árum hafa ríflega 70 prósent þeirra sem dæmdir hafa verið til að greiða yfir átta milljónir í skattasektir, ekki greitt sektina heldur tekið út vararefsingu með samfélagsþjónustu. „Það er í raun verið að minnka varnaðaráhrifin varðandi skattalagabrot með þessum hætti," segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Reiknireglan sem fangelsismálastofnun styðst við er fjöldi daga í fangelsi sinnum fjörutíu, deilt með þrjátíu. Útkoman er fjöldi tíma í samfélagsþjónustu.Dæmi: 150 daga vararefsing jafngildir 200 klukkutímum í samfélagsþjónustu. Lágmarkstími samfélagsþjónustu er 40 klukkustundir, en hámarkstími er 480 klukkustundir. Sá sem er dæmdur til að greiða 60 þúsund króna sekt getur fullnustað hana með 40 klukkustunda samfélagsþjónustu. Hver klukkustund er þá verðlögð á 1500 krónur. Dæmi eru hins vegar um að þeir sem dæmdir eru til að greiða allt að 85 milljónir í skattasektir hafi fullnustað þær á 480 klukkustundum. Þar er hver vinnustund því verðlögð á 177 þúsund krónur. Bryndís vill að rýmri heimildir til refsinga vegna skattalagabrota séu nýttar, enda hægt að dæma fólk í allt að 6 ára fangelsi. „Þetta sýnir það hvað þetta hentar illa fyrir þessi brot þar sem fésektir eru svona háar eins og varðandi skattalagabrot. Slík brot hafa algjöra sérstöðu samanborið við önnur brot að þessu leytinu til. Þetta í raun sýnir það bara að eftir því sem meira er undan skotið því vægari refsing er, ef svo má segja, sé horft til þeirra tíma sem fara í samfélagsþjónustu." Í skýrslunni er tekið undir þetta: , „þeir sem skulda mest sleppa best. Í núverandi fyrirkomulagi felst því minni hvati til þeirra en skyldi að greiða sekt sína."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira