Innlent

Ómetanlegur gagnabanki á þremur árum

Erling vinnur markvisst að því að ljósmynda dýrin og koma upp myndabanka þar sem kennir ýmissa grasa. myndir/erling ólafsson
Erling vinnur markvisst að því að ljósmynda dýrin og koma upp myndabanka þar sem kennir ýmissa grasa. myndir/erling ólafsson
Síðan pödduvefur Náttúrufræðistofnunar (NÍ) var settur á laggirnar í ágúst 2009 hafa 80 tegundir smádýra verið kynntar til leiks í um 300 pistlum alls. Markmiðið með vefnum var og er að fræða unga sem aldna, áhugasama sem angistarfulla, um tegundir smádýra á landi og í vötnum á Íslandi, eins og segir í frétt á vef NÍ. Vegna vinsælda stendur fyrir dyrum allsherjar endurskoðun sem á að létta alla upplýsingaleit á vefnum.

Á pödduvefnum er fjallað um pöddur af ýmsu tagi, tegundir sem lifa í íslenskri náttúru og görðum landsmanna, híbýlum, vöruskemmum og gripahúsum, útlendar tegundir sem flækjast til landsins með vindum, svo og tegundir sem slæðast með varningi.

Í pöddupistlunum er sagt frá útbreiðslu tegundanna utan lands sem innan, lífsháttum þeirra og ýmsum öðrum fróðleik sem kann að vekja áhuga.

Veg og vanda af vefnum á Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×