Lífið

Söng með Costello

Russell Crowe kom gestum í opna skjöldu í Royal Albert Hall.
Russell Crowe kom gestum í opna skjöldu í Royal Albert Hall.
Leikarinn Russell Crowe kom gestum í opna skjöldu þegar hann steig á svið með Elvis Costello á tónleikum hins síðarnefnda í Royal Albert Hall í London. Costello söng öll sín þekktustu lög áður en Crowe mætti upp á svið. Sungu þeir saman Evil sem Elvis Presley gerði vinsælt og Folsom Prison Blues með Johnny Cash. Á Twitter-síðu sinni daginn eftir sagði Crowe að það hefðu verið mikil forréttindi að fá að spila með Costello. Báðir eru þeir væntanlegir til Íslands á árinu. Costello spilar í Hörpunni 10. júní og Crowe leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Noah sem verður að hluta til tekin upp hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.