Byggingarmagn og bótaskylda Páll Hjalti Hjaltason skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar