Byggingarmagn og bótaskylda Páll Hjalti Hjaltason skrifar 25. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fjallar fræðimaðurinn og arkitektinn Pétur H. Ármannsson um forsendur fyrir nýafstaðinni samkeppni um Ingólfstorg-Kvos og lagalega stöðu skipulagsmála á landinu. Pétur beinir sjónum sínum einkum að afdrifaríkri grein um bótaskyldu í íslenskum skipulagslögum. Því ber að fagna en ég finn mig samt knúinn til að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Péturs. Pétur segir að forsenda samkeppninnar hafi verið mótsagnakennd þar sem „öll gömlu húsin innan reitsins ættu að standa en eftir sem áður ætti að koma fyrir því nýbyggingamagni sem átti að koma í þeirra stað samkvæmt Kvosarskipulagi“. Hann segir enn fremur að farið hafi verið fram á meira byggingarmagn en hægt væri að koma fyrir án þess að „spilla viðkvæmu og söguríku umhverfi“. Þetta er rangt. Það var engin krafa gerð í forsögn samkeppninnar um að uppfylla þyrfti þær byggingarheimildir sem eru í samþykktu deiliskipulagi. Samkeppnislýsingin var vísvitandi höfð opin hvað varðar uppbyggingu til að gefa keppendum sem mest svigrúm til að leiða fram góðar lausnir. Grín Péturs um að galdra fíla inn í fólksvagn eða að elda úr skemmdum mat missir því marks. Í grein sinni fjallar Pétur skilmerkilega um þá afleitu stöðu sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir þegar byggingarheimildir í deiliskipulagi verða að eign lóðarhafa, sem er varin af eignarréttarákvæðum stjórnarskrár, og hafa ótakmarkaðan gildistíma. Þetta er rétt og það er ekki bara „skilningur lögfróðra“ heldur hafa fallið dómar í Hæstarétti Íslands sem staðfesta tilvist og gildi bótareglunnar. Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru mjög meðvitaðir um þessa stöðu og við gerð nýrra skipulagslaga, sem voru samþykkt 2010, lagði borgin mikla áherslu á að endurskoðuð skipulagslög fælu það m.a. í sér að byggingarheimildir yrðu tímabundnar. Því miður tók Alþingi ekki tillit til þeirra óska og þar við situr. Alþingi setur landslög, ekki sveitarfélagið Reykjavík. Ákall Péturs til stjórnenda Reykjavíkurborgar um að þeir eigi að „endurskoða strax samningsskilmála um úthlutun byggingarréttar með það í huga að hann verði tímabundinn og með fyrirvara um rétt til endurskoðunar skipulags án fébóta“ er brýnt svo langt sem það nær. Gallinn er bara sá að það gefur til kynna að borgin hafi ekkert sinnt þessu mikilvæga máli. Það hefur borgin sannarlega gert. Það er hárrétt að endurskoðun á þessu lagaákvæði er afar mikilvæg þegar kemur að þéttingu byggðar í kjölfar endurskoðaðs Aðalskipulags Reykjavíkur. Það kæmi í veg fyrir að nýjar heimildir yrðu til inn í framtíðina, ótímabundið. Það er einnig rétt, sem fram kemur í greininni, að lög um eignarétt verða ekki afturvirk og því mun lagabreyting ekki hafa áhrif á vanda fortíðar. Í grein sinni tengir Pétur þessa nauðsynlegu breytingu á skipulagslögum við þá uppbyggingu á Landsímareit og við Vallarstræti sem verðlaunatillagan gerir ráð fyrir. Gildandi deiliskipulag á þessu svæði, svokallað Kvosarskipulag, er 26 ára gamalt. Endurskoðun á bótareglu skipulagslaga myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu mála þar. Vonandi gengur breyting laganna sem fyrst í gegn en breytingin mun ekki verða afturvirk, eins og Pétur segir sjálfur í greininni. Þar fyrir utan voru keppendur, eins og áður sagði, ekki beðnir um að uppfylla það byggingarmagn sem gildandi deiliskipulag heimilar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar