Kunnum að nýta 96% af fiskinum Karen Kjartansdóttir skrifar 19. október 2012 20:34 Fáar ef nokkrar þjóðir nýta fisk jafn vel og Íslendingar. Nýsjálendingar telja til dæmis að íslenskar aðferðir við sjávarútveg geti fært þeim milljarða árlega. Fréttastofa fór í Matís og fylgdist með verkfræðing slægja þorsk. Athuganir viðskiptaháskólins í Auckland í Nýjasjálandi sýna að meðferð Íslendinga á sjávarafurðum er eins og best gerist í heiminum. í grein um málið segir að þjóðin hafi náð að hámarka verðmæti aflans. Fréttastofan fékk Sigurjón Arason, dósent í matvælaverkfræði við Háskóla Íslands til að sýna sér hvað hægt er að nýta af þorskinum. „Í dag erum við að nýta nánast allt til manneldis. Það er bara hluti af innyflum sem ekki er nýtt í dag en segja má að um 96 prósent fari til manneldis. Mikil verðmæti felast í lifrinni. Til dæmis flytja Íslendingar út 25 milljónir dósa af niðursoðinni þorskalifur árlega sem gefa tvo milljarða króna og fjölda starfa. Gallblaðran var lengi flutt út til Frakklands þar sem hún var notuð í lyf en í dag má segja að aðeins hún og blóð fisksins það sem ekki er komið í not hér á landi. Maginn fer síðan oft til Asíu þar sem hann þykir mikill herramanns matur. Skúflangar eru síðan mikið notaðir í lyfjaiðnaði en ensím eru unnin úr þeim. Þá má nefna að ensímin úr skúflöngunum eru notaðir til að losna við hringorma úr lifrinni en með því sparast mikil vinna og verðmæti. Flökin eru um helmingur fisksins og sá þá hluti sem flestir þekkja best. Flökunum er svo skipt í hnakka, sem er verðmætastur, en þegar talað er um að þorskur sé fluttur út þá er það þessi hluti sem um er rætt. Flestir Íslendingar kannast þó betur við að fá svokallað miðstykki, þunnildi og sporð á diskinn sinn Hvað hefur orðið til þess að Íslendingar nýta þorskinn svona vel? „Með tilkomu kvótakerfisins höfum við horft á það að nýta allt það sem kemur að landi. Þetta er gott hráefni og því eðlilegt að við reynum að nýta það." „Það eru mörg lönd sem nýta fiskinn ekki jafn vel og við. Norðmenn til dæmis henda þorskhausnum út í sjó, taka hann ekki í land. Við gerum það hins vegar og úr þeim búum við til þurrkaða vöru. Kóreubúar eru til að mynda mjög hrifnir af tálknunum." Roðið má svo nota í fatnað nú eða í framleiðslu matarlíms. Hrognin eru síðan eftirsótt vara um víða veröld, í fyrra fengu íslendingar til dæmis 10 milljarða fyrir hrongnaafurðir. Færri vita þó að hængurinn lumar líka á verðmætum en Japanir eru til dæmis tilbúnir að greiða hátt verð fyrir sæðiskirtla fisksins það er að segja svilin þó virka þó ekki kræsileg fyrir Íslendinga sem lítt þekkja til þeirrar afurðar. Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Fáar ef nokkrar þjóðir nýta fisk jafn vel og Íslendingar. Nýsjálendingar telja til dæmis að íslenskar aðferðir við sjávarútveg geti fært þeim milljarða árlega. Fréttastofa fór í Matís og fylgdist með verkfræðing slægja þorsk. Athuganir viðskiptaháskólins í Auckland í Nýjasjálandi sýna að meðferð Íslendinga á sjávarafurðum er eins og best gerist í heiminum. í grein um málið segir að þjóðin hafi náð að hámarka verðmæti aflans. Fréttastofan fékk Sigurjón Arason, dósent í matvælaverkfræði við Háskóla Íslands til að sýna sér hvað hægt er að nýta af þorskinum. „Í dag erum við að nýta nánast allt til manneldis. Það er bara hluti af innyflum sem ekki er nýtt í dag en segja má að um 96 prósent fari til manneldis. Mikil verðmæti felast í lifrinni. Til dæmis flytja Íslendingar út 25 milljónir dósa af niðursoðinni þorskalifur árlega sem gefa tvo milljarða króna og fjölda starfa. Gallblaðran var lengi flutt út til Frakklands þar sem hún var notuð í lyf en í dag má segja að aðeins hún og blóð fisksins það sem ekki er komið í not hér á landi. Maginn fer síðan oft til Asíu þar sem hann þykir mikill herramanns matur. Skúflangar eru síðan mikið notaðir í lyfjaiðnaði en ensím eru unnin úr þeim. Þá má nefna að ensímin úr skúflöngunum eru notaðir til að losna við hringorma úr lifrinni en með því sparast mikil vinna og verðmæti. Flökin eru um helmingur fisksins og sá þá hluti sem flestir þekkja best. Flökunum er svo skipt í hnakka, sem er verðmætastur, en þegar talað er um að þorskur sé fluttur út þá er það þessi hluti sem um er rætt. Flestir Íslendingar kannast þó betur við að fá svokallað miðstykki, þunnildi og sporð á diskinn sinn Hvað hefur orðið til þess að Íslendingar nýta þorskinn svona vel? „Með tilkomu kvótakerfisins höfum við horft á það að nýta allt það sem kemur að landi. Þetta er gott hráefni og því eðlilegt að við reynum að nýta það." „Það eru mörg lönd sem nýta fiskinn ekki jafn vel og við. Norðmenn til dæmis henda þorskhausnum út í sjó, taka hann ekki í land. Við gerum það hins vegar og úr þeim búum við til þurrkaða vöru. Kóreubúar eru til að mynda mjög hrifnir af tálknunum." Roðið má svo nota í fatnað nú eða í framleiðslu matarlíms. Hrognin eru síðan eftirsótt vara um víða veröld, í fyrra fengu íslendingar til dæmis 10 milljarða fyrir hrongnaafurðir. Færri vita þó að hængurinn lumar líka á verðmætum en Japanir eru til dæmis tilbúnir að greiða hátt verð fyrir sæðiskirtla fisksins það er að segja svilin þó virka þó ekki kræsileg fyrir Íslendinga sem lítt þekkja til þeirrar afurðar.
Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira