Hreppsnefnd skorar á Strax að lækka verðið 19. október 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Samkaupa segir verð eins í öllum verslunum Samkaupa, líka í Strax á Flúðum þar sem opið sé alla daga vikunnar.Mynd/Samkaup „Verðlagið er svakalegt,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps, sem skorað hefur á verslunina Strax að lækka vöruverð og hafa lengur opið á veturna. Strax, sem Samkaup rekur, er eina matvöruverslunin á Flúðum. Á fundi hreppsnefndar í byrjun október fór Ragnar oddviti yfir þjónustu verslunarinnar við íbúa sveitarfélagsins. Sagt var að mikið hefði borið á kvörtunum vegna afgreiðslutíma og verðlagningar verslunarinnar. „Það er ríkjandi viðhorf að það sé verið að fleyta rjómann af versluninni með því að hafa bara vel opið yfir sumartímann þegar ferðamennirnir eru á kreiki en um leið og sá straumur hægist þá snarstytta þeir afgreiðslutímann,“ útskýrir Ragnar. Í ályktun hreppsnefndarinnar er því beint „til forsvarsmanna verslunarinnar Strax á Flúðum að lengja afgreiðslutíma verslunarinnar yfir vetrartímann og lækka vöruverð.“ Hreppsnefndin hefur þó enga formlega stöðu gagnvart versluninni að þessu leyti. „Þetta eru aðeins vinsamleg tilmæli til þeirra sem stjórna Strax að huga að þessum málum. Við höfum ekki fengið nein formleg viðbrögð af hálfu verslunarinnar en ákaflega jákvæðar undirtektir íbúanna í sveitinni við því að við skyldum hafa tekið þetta upp,“ segir Ragnar. Á sumrin hefur Strax opið til tíu á kvöldin en á veturna lokar klukkan sex síðdegis. Það segir Ragnar afleitt. „Fólk þarf að taka sér frí úr vinnu til þess að komast í verslun,“ lýsir oddvitinn stöðunni. Flestir fari reyndar í matvörubúðir á Selfossi því verðið sé svo hátt á Flúðum. „Verð á mörgum hlutum er alveg tvöfalt miðað við lágvöruverðsverslanir.“ Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir opnunartíma verslanakeðjunnar einfaldlega mismunandi eftir árstíma og staðsetningu á landinu. „Búðin á Flúðum er til dæmis opin alla daga vikunnar. Sumar búðir eru opnar fimm daga í viku og enn aðrar sex daga í viku,“ segir Ómar og leggur áherslu á að Samkaup reki verslanir víða í dreifbýli á svæðum sem aðrar verslunarkeðjur hafa ekki sýnt áhuga. Hvað verðlag snertir segir Ómar það hljóta að vera krafa íbúa á alla sem veita þeim þjónustu, hvort sem það eru verslunareigendur eða yfirvöld sveitarfélags, að kostnaði sé haldið í lágmarki. „Samkaup hafa yfirtekið rekstur verslana á landsbyggðinni og hafa í öllum tilvikum lækkað vöruverð frá því sem áður var,“ segir framkvæmdastjóri Samkaupa. gar@frettabladid.is Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Verðlagið er svakalegt,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps, sem skorað hefur á verslunina Strax að lækka vöruverð og hafa lengur opið á veturna. Strax, sem Samkaup rekur, er eina matvöruverslunin á Flúðum. Á fundi hreppsnefndar í byrjun október fór Ragnar oddviti yfir þjónustu verslunarinnar við íbúa sveitarfélagsins. Sagt var að mikið hefði borið á kvörtunum vegna afgreiðslutíma og verðlagningar verslunarinnar. „Það er ríkjandi viðhorf að það sé verið að fleyta rjómann af versluninni með því að hafa bara vel opið yfir sumartímann þegar ferðamennirnir eru á kreiki en um leið og sá straumur hægist þá snarstytta þeir afgreiðslutímann,“ útskýrir Ragnar. Í ályktun hreppsnefndarinnar er því beint „til forsvarsmanna verslunarinnar Strax á Flúðum að lengja afgreiðslutíma verslunarinnar yfir vetrartímann og lækka vöruverð.“ Hreppsnefndin hefur þó enga formlega stöðu gagnvart versluninni að þessu leyti. „Þetta eru aðeins vinsamleg tilmæli til þeirra sem stjórna Strax að huga að þessum málum. Við höfum ekki fengið nein formleg viðbrögð af hálfu verslunarinnar en ákaflega jákvæðar undirtektir íbúanna í sveitinni við því að við skyldum hafa tekið þetta upp,“ segir Ragnar. Á sumrin hefur Strax opið til tíu á kvöldin en á veturna lokar klukkan sex síðdegis. Það segir Ragnar afleitt. „Fólk þarf að taka sér frí úr vinnu til þess að komast í verslun,“ lýsir oddvitinn stöðunni. Flestir fari reyndar í matvörubúðir á Selfossi því verðið sé svo hátt á Flúðum. „Verð á mörgum hlutum er alveg tvöfalt miðað við lágvöruverðsverslanir.“ Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir opnunartíma verslanakeðjunnar einfaldlega mismunandi eftir árstíma og staðsetningu á landinu. „Búðin á Flúðum er til dæmis opin alla daga vikunnar. Sumar búðir eru opnar fimm daga í viku og enn aðrar sex daga í viku,“ segir Ómar og leggur áherslu á að Samkaup reki verslanir víða í dreifbýli á svæðum sem aðrar verslunarkeðjur hafa ekki sýnt áhuga. Hvað verðlag snertir segir Ómar það hljóta að vera krafa íbúa á alla sem veita þeim þjónustu, hvort sem það eru verslunareigendur eða yfirvöld sveitarfélags, að kostnaði sé haldið í lágmarki. „Samkaup hafa yfirtekið rekstur verslana á landsbyggðinni og hafa í öllum tilvikum lækkað vöruverð frá því sem áður var,“ segir framkvæmdastjóri Samkaupa. gar@frettabladid.is
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira