Skýrslu Hagfræðistofnunar verulega ábótavant Skúli Sveinsson skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Nýverið birti Hagfræðistofnun Háskólans skýrslu sína um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi almenna niðurfærslu lána sem nefnd er: „Greinargerð um afföll íbúðalána við stofnun nýju bankanna og kostnað við niðurfærslu lána". Strax er ljóst af lestri skýrslunnar að gríðarleg mistök voru gerð þegar lánasöfn föllnu bankanna voru flutt yfir í nýju bankana. Augljóst er að lánasöfnin voru verulega ofmetin og allt of dýru verði keypt. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði samkomulag við skýrsluhöfunda sem bundu hendur þeirra við að leggja heilstætt mat á kostnað og ábata af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. Undrun sætir að fræðimenn taki að sér slíkt verkefni í ljósi þeirra takmarkana sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur á þá sett. Tilgangur þess að setja slíka hlekki á skýrsluhöfunda er augljóslega sá að koma í veg fyrir að þeir leggi heilstætt mat á væntanleg jákvæð áhrif tillagnanna sem afsetja hinn beina kostnað. Ótrúlegt er að sjá hvernig þessi skýrsla er unnin, hroðvirknisleg og með bæði staðreynda- og ályktanavillum. Höfundar skýrslunnar gefa sér t.d. meira pláss í að fjalla um eigin vangaveltur um hvernig hafa má hendur í hári skattsvikara heldur en tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í heild sinni. Einnig virðist Hagfræðistofnun vera farin að leggja mat á lögfræðileg álitaefni sem stofnunin ætti að eftirláta öðrum að fást við enda er ekki annað að sjá en lögfræðiþekkingu skýrsluhöfunda sé verulega ábótavant. Til dæmis er nefnt í skýrslunni að ef gengið er á rétt kröfuhafa þá væri slíkt brot á jafnræðisreglu. Það er rangt, hið rétta er að slíkt gæti hugsanlega verið brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Viðurkennt er að löggjafinn hefur heimild til að hnika til réttindum manna með ákveðnum hætti ef það er gert á málefnalegan hátt og látið jafnt yfir alla ganga, sérstaklega ef aðstæður kalla á brýnar aðgerðir. Þetta er staðfest m.a. í nýlegum dómi Hæstaréttar í Neyðarlagamálinu svokallaða. Einnig má benda á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirláta eigi aðildarríkjum verulegt svigrúm þegar kemur að eignarétti þó menn geti hver haft sína skoðun á því hve mikið svigrúmið á að vera. Ályktun skýrsluhöfunda um að ekki sé heimilt að ganga á hlut kröfuhafa er því einfaldlega ekki rétt. Við slíka óvissu hefði verið faglegt af skýrsluhöfundum að setja upp tvær sviðsmyndir, annars vegar þar sem heimilt væri að ganga á rétt kröfuhafa og hins vegar þar sem slíkt væri ekki talið heimilt og kostnaðurinn félli á ríkissjóð. Það var hins vegar ekki gert. Hagfræðistofnun horfir svo alfarið fram hjá þeirri staðreynd að lánasöfn bankanna eru ekki í góðu ástandi í dag vegna mikilla vanskila. Niðurfærslu lánanna fylgir aukin greiðslugeta sem einnig örvar hagkerfið í heild og er því til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á það sem eftir stæði af eignum bankanna og gera þær verðmætari. Einnig er í skýrslunni horft framhjá því að hluti og jafnvel verulegur hluti hinnar hugsanlegu niðurfærslu er sennilega hvort eð er tapað fé. Í ljósi þessara vankanta á skýrslunni verður hún ekki lögð til grundvallar. Nauðsynlegt er því að gera heilstæða rannsókn á tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna sem taka alla þætti málsins til skoðunar áður en að niðurstöðu er hrapað. Annað væri óvirðing við þær þúsundir sem skrifað hafa undir áskorum samtakanna til stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti Hagfræðistofnun Háskólans skýrslu sína um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi almenna niðurfærslu lána sem nefnd er: „Greinargerð um afföll íbúðalána við stofnun nýju bankanna og kostnað við niðurfærslu lána". Strax er ljóst af lestri skýrslunnar að gríðarleg mistök voru gerð þegar lánasöfn föllnu bankanna voru flutt yfir í nýju bankana. Augljóst er að lánasöfnin voru verulega ofmetin og allt of dýru verði keypt. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði samkomulag við skýrsluhöfunda sem bundu hendur þeirra við að leggja heilstætt mat á kostnað og ábata af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. Undrun sætir að fræðimenn taki að sér slíkt verkefni í ljósi þeirra takmarkana sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur á þá sett. Tilgangur þess að setja slíka hlekki á skýrsluhöfunda er augljóslega sá að koma í veg fyrir að þeir leggi heilstætt mat á væntanleg jákvæð áhrif tillagnanna sem afsetja hinn beina kostnað. Ótrúlegt er að sjá hvernig þessi skýrsla er unnin, hroðvirknisleg og með bæði staðreynda- og ályktanavillum. Höfundar skýrslunnar gefa sér t.d. meira pláss í að fjalla um eigin vangaveltur um hvernig hafa má hendur í hári skattsvikara heldur en tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í heild sinni. Einnig virðist Hagfræðistofnun vera farin að leggja mat á lögfræðileg álitaefni sem stofnunin ætti að eftirláta öðrum að fást við enda er ekki annað að sjá en lögfræðiþekkingu skýrsluhöfunda sé verulega ábótavant. Til dæmis er nefnt í skýrslunni að ef gengið er á rétt kröfuhafa þá væri slíkt brot á jafnræðisreglu. Það er rangt, hið rétta er að slíkt gæti hugsanlega verið brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Viðurkennt er að löggjafinn hefur heimild til að hnika til réttindum manna með ákveðnum hætti ef það er gert á málefnalegan hátt og látið jafnt yfir alla ganga, sérstaklega ef aðstæður kalla á brýnar aðgerðir. Þetta er staðfest m.a. í nýlegum dómi Hæstaréttar í Neyðarlagamálinu svokallaða. Einnig má benda á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirláta eigi aðildarríkjum verulegt svigrúm þegar kemur að eignarétti þó menn geti hver haft sína skoðun á því hve mikið svigrúmið á að vera. Ályktun skýrsluhöfunda um að ekki sé heimilt að ganga á hlut kröfuhafa er því einfaldlega ekki rétt. Við slíka óvissu hefði verið faglegt af skýrsluhöfundum að setja upp tvær sviðsmyndir, annars vegar þar sem heimilt væri að ganga á rétt kröfuhafa og hins vegar þar sem slíkt væri ekki talið heimilt og kostnaðurinn félli á ríkissjóð. Það var hins vegar ekki gert. Hagfræðistofnun horfir svo alfarið fram hjá þeirri staðreynd að lánasöfn bankanna eru ekki í góðu ástandi í dag vegna mikilla vanskila. Niðurfærslu lánanna fylgir aukin greiðslugeta sem einnig örvar hagkerfið í heild og er því til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á það sem eftir stæði af eignum bankanna og gera þær verðmætari. Einnig er í skýrslunni horft framhjá því að hluti og jafnvel verulegur hluti hinnar hugsanlegu niðurfærslu er sennilega hvort eð er tapað fé. Í ljósi þessara vankanta á skýrslunni verður hún ekki lögð til grundvallar. Nauðsynlegt er því að gera heilstæða rannsókn á tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna sem taka alla þætti málsins til skoðunar áður en að niðurstöðu er hrapað. Annað væri óvirðing við þær þúsundir sem skrifað hafa undir áskorum samtakanna til stjórnvalda.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun