Erlent

Júlía Tymoshenko komin í hungurverkfall

Júlía Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraníu er komin í hungurverkfall í fangelsinu þar sem hún afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa misbeitt valdi sínu þegar hún var ráðherra.

Í frétt um málið á CNN segir að Júlía hafi verið í hungurverkfalli í nokkra daga en það hófst að hennar sögn eftir að hún var barin það illa í fangelsinu að hún missti meðvitund.

Júlía hefur hafnað allri læknishjálp í þessu hungurverkfalli sínu og segir að með því vilji hún vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála í Úkraníu.

Fangelsisyfirvöld segja aftur á móti ekki vita til þess að ráðist hafi verið á Júlíu í fangelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×