Erlent

Hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi möguleiki

Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands.
Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands. mynd/AFP
Yfirvöld í Frakklandi segja að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ætti að íhuga hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi ef friðaráætlun Kofi Annans fer út um þúfur.

Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, sagði í dag að stjórnvöld í Sýrlandi ættu ekki að komast upp með að bjóða Öryggisráðinu byrginn.

Ekkert lát hefur verið á átökum andspyrnumanna og stjórnarhermanna síðan vopnahlé hófst í landinu fyrr í þessum mánuði.

Juppe vonast til að aukning eftirlitsmanna Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi eigi eftir að ýta undir friðarumleitanir stríðandi fylkinga í landinu. Gangi það ekki eftir verði Öryggisráðið að grípa til beinskeyttari aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×