Nýtt bandarískt fyrirtæki ætlar að hefja námuvinnslu á smástirnum í grennd við jörðina í náinni framtíð.
Meðal þeirra sem standa að þessu fyrirtæki eru leikstjórinn James Cameron ásamt tveimur af helstu stjórnendum Google, þeim Larry Page og Eric Schmidt.
Í fyrstu ætla þeir félagar að koma sér upp eldsneytisstöð utan gufuhvolfsins sem á að þjónusta flota af vélmennum sem eiga að leita að málmum og öðru verðmæti á smástirnunum. Sú stöð á að komast í gagnið árið 2020.
Meðal þess sem á finna á þessum smástirnum er járn, nikkel og platína.
Ætla að hefja námuvinnslu á smástirnum
