Erlent

Hjálpuðu særðum hermönnum

Harry Bretaprins
Harry Bretaprins
Harry Bretaprins hefur hlotið verðlaun Atlantshafsráðsins fyrir leiðandi mannúðarstarf í sjálfboðaliðastarfi til aðstoðar særðum hermönnum.

Frá því var greint í gær að Harry taki við verðlaununum í Washington í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Hann tekur einnig við þeim fyrir hönd Vilhjálms bróður síns, en það mun til marks um starf góðgerðastofnunar þeirra.

Prinsarnir eru sagðir hafa starfað með samtökum á borð við Walking with the wounded, Help for heroes og fleirum viðlíka. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×