Fjárfest í tækifærum Kristján Freyr Kristjánsson skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu „áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin". Í þessu samhengi má ekki gleyma því að þau verðmæti sem athafnamenn skapa verða ekki til af sjálfu sér. Oftar en ekki þarf talsverðan tíma til að þróa nýja vöru eða þjónustu sem getur verið grundvöllur að nýjum verðmætum. Þennan tíma þurfa fyrirtæki vanalega að fjármagna með fjárfestingum fjársterkra aðila, oftar en ekki lífeyrissjóða eða annarra sem geta bundið fé til lengri tíma. Til að mynda þurftu fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP í kringum 10 ár til að teljast árangursrík fyrirtæki. Á Íslandi í dag er fátt mikilvægara en að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum sem hafa möguleika á að búa til aukin verðmæti. Því verða fjársterkir aðilar hér á landi að taka höndum saman og taka áhættu með þeim athafnamönnum sem eru tilbúnir til að stofna ný fyrirtæki. Þetta á við um lífeyrissjóði, en ekki síður fjársterka einstaklinga og reynslumikla aðila sem geta hjálpað nýjum fyrirtækjum að vaxa með fjármagni sínu, reynslu og tengslaneti. Vissulega felst meiri áhætta í að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum, þar sem ákveðin óvissa ríkir um framtíð þeirra. Hins vegar má ekki gleymast að ávinningurinn er þeim mun meiri ef vel tekst til. Aldrei hefur verið jafn mikið af möguleikum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi til að kynnast nýjum viðskiptatækifærum. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrin Innovit og Klak hafa tekið höndum saman með Arion banka og komið upp sérstökum fjárfestadegi. Næstkomandi föstudag munu tíu ný íslensk fyrirtæki kynna sig fyrir áhugasömum fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka. Þau hafa þá lokið þátttöku í tíu vikna frumkvöðlaprógrammi sem kallast Startup Reykjavík en þar hafa þau meðal annars fengið ráðgjöf frá á sjötta tug forstjóra, innlendra og erlendra sérfræðinga og athafnamanna. Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist fréttaskýring þess efnis að margir lífeyrissjóða landsins væru ekki áhugasamir um að fjárfesta í nýsköpun þar sem slíkar fjárfestingar þættu „áhættusamar og eru [lífeyrissjóðirnir] enn brenndir eftir mislukkaðar fjárfestingar í nýsköpun í kringum aldamótin". Í þessu samhengi má ekki gleyma því að þau verðmæti sem athafnamenn skapa verða ekki til af sjálfu sér. Oftar en ekki þarf talsverðan tíma til að þróa nýja vöru eða þjónustu sem getur verið grundvöllur að nýjum verðmætum. Þennan tíma þurfa fyrirtæki vanalega að fjármagna með fjárfestingum fjársterkra aðila, oftar en ekki lífeyrissjóða eða annarra sem geta bundið fé til lengri tíma. Til að mynda þurftu fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP í kringum 10 ár til að teljast árangursrík fyrirtæki. Á Íslandi í dag er fátt mikilvægara en að fjárfesta í nýjum fyrirtækjum sem hafa möguleika á að búa til aukin verðmæti. Því verða fjársterkir aðilar hér á landi að taka höndum saman og taka áhættu með þeim athafnamönnum sem eru tilbúnir til að stofna ný fyrirtæki. Þetta á við um lífeyrissjóði, en ekki síður fjársterka einstaklinga og reynslumikla aðila sem geta hjálpað nýjum fyrirtækjum að vaxa með fjármagni sínu, reynslu og tengslaneti. Vissulega felst meiri áhætta í að fjárfesta í fyrirtækjum á fyrri stigum, þar sem ákveðin óvissa ríkir um framtíð þeirra. Hins vegar má ekki gleymast að ávinningurinn er þeim mun meiri ef vel tekst til. Aldrei hefur verið jafn mikið af möguleikum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi til að kynnast nýjum viðskiptatækifærum. Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrin Innovit og Klak hafa tekið höndum saman með Arion banka og komið upp sérstökum fjárfestadegi. Næstkomandi föstudag munu tíu ný íslensk fyrirtæki kynna sig fyrir áhugasömum fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka. Þau hafa þá lokið þátttöku í tíu vikna frumkvöðlaprógrammi sem kallast Startup Reykjavík en þar hafa þau meðal annars fengið ráðgjöf frá á sjötta tug forstjóra, innlendra og erlendra sérfræðinga og athafnamanna. Þetta eru raunveruleg viðskiptatækifæri sem eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag. En spurningin sem eftir stendur er: Hverjir treysta sér með?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar