Margir óttast að franski leikarinn Gerard Depardieu glími við alvarleg veikindi eftir að hann lenti í Róm og var keyrt út af flugvellinum í hjólastól.
Gerard er orðinn 63ja ára og gat ekki lyft sér sjálfur upp úr hjólastólnum. Aðstoðarmenn hans hjálpuðu honum en hann virtist vera sárþjáður greyið.
Ekki í sínu besta formi.Gerard hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið því hann er afar ósáttur við skattastefnu franskra yfirvalda. Líklegt er að hann setjist að í Belgíu svo hann þurfi ekki að borga himinháa skatta í Frakklandi.