Erlent

Öryggisráðið fundar um Sýrland

Sameinuðu Þjóðirnar fullyrða að um 5.400 hafi fallið í átökunum í landinu.
Sameinuðu Þjóðirnar fullyrða að um 5.400 hafi fallið í átökunum í landinu. mynd/AFP
Talið er að 200 hafi látist í sprengjuárásum í borginni Homs í Sýrlandi í dag. Andspyrnuhópar segja að yfirvöld þar landi hafi staðið að baki árásinni.

Stjórnvöld eru þó á öðru máli og saka aðgerðarsinna um áróð.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur harðlega gagnrýnt árásirnar og krefst þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fari frá völdum.

Fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna ræða nú drög að ályktun þar sem tafarlausri afsögn forsetans er krafist.

Sameinuðu Þjóðirnar fullyrða að um 5.400 hafi fallið í átökunum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×