Erlent

Ferja strandaði undan strönd Ítalíu

Öllum farþegum ferjunnar var bjargað nokkrum klukkustundum seinna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Öllum farþegum ferjunnar var bjargað nokkrum klukkustundum seinna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AP
Rúmlega 260 manns var bjargað úr ítölsku ferjunni Shardon eftir að hún strandaði undan strönd Ítalíu í nótt.

Afar slæmt veður og lítið skyggni varð til þess að ferjan rakst á hafnargarð og strandaði.

Öllum farþegum ferjunnar var bjargað nokkrum klukkustundum seinna.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að mikill glundroði hafi myndast um borð í ferjunni enda er tæpur mánuður frá því að skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu með skelfilegum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×