Erlent

Facebook meira ávanabindandi en áfengi og tóbak

"Fjölmiðlar og samskiptasíður eru ávallt innan handar - okkur að kostnaðarlausu."
"Fjölmiðlar og samskiptasíður eru ávallt innan handar - okkur að kostnaðarlausu." mynd/AP
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að Facebook er meira ávanabindandi en áfengi og tóbak. Þó eru kynlíf og svefn með sterkara hald á mannfólkinu.

Rannsóknin var framkvæmd af sálfræðingum við háskólann í Chicago.

Alls voru 205 einstaklingar sem tóku þátt í rannsókninni. Öll fengu þau snjallsíma frá rannsakendum sem notaðir voru til að skrá þörf þeirra til að skoða Facebook, Twitter og aðrar samskiptasíður.

Rannsakendur sendu síðan smáskilaboð í snjallsímanna þar sem forvitnast var um þörf viðfanganna til að skoða samskiptasíður. Af þeim 10.558 skilaboðum sem send voru var 7.827 svarað játandi.

Niðurstöðurnar sýna að kynhvötin og svefnþörfin eru enn sterkustu hvatir mannsins, en á tímum höfðu viðföngin óslökkvandi löngun til að kíkja á samskiptasíður.

Stjórnandi rannsóknarinnar, Wilhelm Hofman, sagði að það sé í raun erfiðara að streitast á móti því að skoða samskiptasíður en að reykja eða drekka áfengi. „Sígarettur og tóbak eru kostnaðarsamar hvatir," segir Hofman. „Fjölmiðlar og samskiptasíður eru ávallt innan handar - okkur að kostnaðarlausu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×