Fetar í fótspor stórstjarna 4. apríl 2012 14:00 Daníel Ólíver bætir nýju lagi í safnið, en áður hefur hann meðal annars gefið út lögin Dr. Love, Superficial og Takin it back Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð. „Þetta er fyrsta lagið sem ég tek upp síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar. Það er mikið í gangi og ég hef verið að fá jákvæð viðbrögð frá upptökustjórum hérna, svo ég er mjög spenntur fyrir næstu misserum," segir söngvarinn Daníel Óliver sem lauk nýlega við upptökur á nýjasta lagi sínu, DJ Blow My Speaker. Lagið var tekið upp í Telegram hljóðverinu þar sem stórstjörnurnar Cher, Christina Aquilera og Robyn hafa meðal annars tekið upp plötur sínar. Það er samið af Daníel sjálfum, í samvinnu við Örlyg Smára og Karl Batterbee, og er væntanlegt í spilun í byrjun sumars. „Svo er von á tveimur lögum í viðbót á næstunni en ég er að fara að taka upp með sænsku upptökustjórunum Rob Curti og Erik Gold," segir Daníel, en þeir kappar hafa meðal annars unnið með stjörnum á borð við Rihönnu og Miley Cyrus. Daníel Óliver olli töluverðu fjaðrafoki á dögunum með viðtali sem birtist við hann í DV þar sem hann var sagður segjast verða fyrir fordómum vegna fegurðar sinnar. Aðspurður um greinina getur Daníel ekki annað en hlegið. „Já, ég frétti að Auddi og Sveppi hefðu gert heilan þátt um þetta. Sem talsmaður fallega fólksins frá Íslandi hlæ ég bara að vitleysunni sem þessi grein olli," segir hann sposkur. Lífið leikur við Daníel í Svíþjóð. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Stokkhólmi. Ég er með langtíma leigusamning á íbúð í miðbænum og fasta vinnu svo ég stefni á að vera hér áfram, en svo er nú aldrei að vita hvað gerist næst," segir Daníel Óliver kátur í bragði.- trs Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð. „Þetta er fyrsta lagið sem ég tek upp síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar. Það er mikið í gangi og ég hef verið að fá jákvæð viðbrögð frá upptökustjórum hérna, svo ég er mjög spenntur fyrir næstu misserum," segir söngvarinn Daníel Óliver sem lauk nýlega við upptökur á nýjasta lagi sínu, DJ Blow My Speaker. Lagið var tekið upp í Telegram hljóðverinu þar sem stórstjörnurnar Cher, Christina Aquilera og Robyn hafa meðal annars tekið upp plötur sínar. Það er samið af Daníel sjálfum, í samvinnu við Örlyg Smára og Karl Batterbee, og er væntanlegt í spilun í byrjun sumars. „Svo er von á tveimur lögum í viðbót á næstunni en ég er að fara að taka upp með sænsku upptökustjórunum Rob Curti og Erik Gold," segir Daníel, en þeir kappar hafa meðal annars unnið með stjörnum á borð við Rihönnu og Miley Cyrus. Daníel Óliver olli töluverðu fjaðrafoki á dögunum með viðtali sem birtist við hann í DV þar sem hann var sagður segjast verða fyrir fordómum vegna fegurðar sinnar. Aðspurður um greinina getur Daníel ekki annað en hlegið. „Já, ég frétti að Auddi og Sveppi hefðu gert heilan þátt um þetta. Sem talsmaður fallega fólksins frá Íslandi hlæ ég bara að vitleysunni sem þessi grein olli," segir hann sposkur. Lífið leikur við Daníel í Svíþjóð. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Stokkhólmi. Ég er með langtíma leigusamning á íbúð í miðbænum og fasta vinnu svo ég stefni á að vera hér áfram, en svo er nú aldrei að vita hvað gerist næst," segir Daníel Óliver kátur í bragði.- trs
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira