Söngkonan Britney Spears sem einnig er nýr dómari geysivinsælu sjónvarpsþáttanna The X Factor undir stjórn hins skoðanaglaða Simon Cowells var stödd í New York í gær.
Tilefnið var viðburður Fox sjónvarpsstöðvarinnar í Beacon leikhúsinu.
Britney mætti í fylgd unnusta síns Jason Trawick, íklædd efnislitlum, hvítum kjól og háhæluðum bandaskóm.
Fjölmiðlar bíða nú spenntir eftir frammistöðu söngkonunnar í þáttunum en lítið hefur sést til hennar eftir erfið ár í einkalífinu.
Sjá má parið í meðfylgjandi myndasafni.
Britney Spears í fylgd unnustans
