Erlent

Verkamannaflokkurinn með metfylgi

Ed Miliband er nýr formaður Verkamannaflokksins. Mynd/ AFP.
Ed Miliband er nýr formaður Verkamannaflokksins. Mynd/ AFP.
Verkamannaflokkurinn er með fjórtán prósenta forskot á Íhaldsflokkinn í Bretlandi ef marka má nýja könnun The Sun. Könnunin var framkvæmd af YouGov, fyrirtæki sem er virt á þessu sviði en Verkamannaflokkurinn hefur ekki mælst svona vel í heilan áratug.

Samkvæmt könnuninni fengi flokkurinn 45 prósent atkvæða en íhaldsmenn, sem eru í stjórn með Frjálslyndum demókrötum, fengi 31 prósent. Ríkisstjórnin hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika síðustu mánuði sem bitnar greinilega á vinsældunum.

Hinn stjórnarflokkurinn, Frjálslyndir demókratar, bíða raunar afhroð og mælast aðeins með sjö prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×