Erlent

Ayrault nýr forsætisráðherra Frakklands

Jean-Marc Ayrault og Francois Hollande.
Jean-Marc Ayrault og Francois Hollande. mynd/AP
Francois Hollande, sem sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag, hefur útnefnt Jean-Marc Ayrault, borgarstjóra Nantes og þingflokksformann sósíalista, sem næsta forsætisráðherra landsins.

Ayrault hefur þannig verið falið það verkefni að mynda nýja stjórn í Frakklandi.

Hollande er fer í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti en hann mun funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag.

Hollande sagði fyrr í dag að nauðsynlegt sé fyrir Þýskaland og Frakkland, sem eru umsvifamestu hagkerfi evrusvæðisins, að komast að samkomulagi um niðurskurðarúrræði vegna skuldavanda svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×